Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 7

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 7
Adrepur við þurfum að fá, sé það dýrt og fyrirhafnarsamt. Þetta sjónarmið birtist á fróðlegan hátt í lesandabréfi í DV 14. febrúar síðastliðinn. Þar bendir Björn nokkur Jónsson á að margir þjóðkunnir Islendingar hafi lagst gegn því að við skildum við Dani og stofnuðum lýðveldi á meðan síðari heimsstyrjöldin stæði. Síðan varpar hann fram þeirri skoðun að við hefðum ekki átt að slíta samband- inu við Dani fyrr en einmitt nú, því að, eins og hann segir orðrétt: A þessum tíma sem liðinn er hefði jarðvegurinn verið undirbúinn á allan hátt, t.d. með verklegum framkvæmdum, vegagerð, jarðgangagerð, flugvalla- gerð og öðru slíku sem við höfum ekki efni á að gera enn þann dag í dag. Það sem Björn Jónsson boðar og utanríkisráðherra okkar gerir út á í flugvallar- málinu er dæmigert viðhorf hjálendubúans. Það kemur að vísu fyrir að ný- lenduþjóðir og aðrir hjálendumenn berjist fyrir sjálfstæði af frábærri einurð og fórnfýsi. En hitt er miklu algengara þegar til lengri tíma er litið að hjálendu- búinn einblíni á heimalandið og bíði þess að fá þörfum sínum fullnægt þaðan. A 18. öld munu nærfellt allir íslendingar hafa verið þeirrar skoðunar að dönsk einokunarverslun væri besti kosturinn í verslunarmálum okkar, og þegar menn vildu fá betri verslun sendu þeir til Kaupmannahafnar frómar óskir um umbæt- ur á einokunarversluninni. A 19. öld hófu Islendingar svo að berjast fyrir sjálfstæði undan Dönum, af mikilli bjartsýni og dirfsku. Sjálfstæðisbaráttunni lauk í raun með nokkurn veginn fullum sigri okkar Islendinga árið 1918. Um leið hættu Danir að greiða okkur árlegan styrk, sem raunar var löngu orðinn að smáaurum miðað við þjóðarbúskap okkar sjálfra. Frá árunum í kringum 1918 og eftir það má víða lesa staðhæfingar um að við íslendingar séum nú býsna gáfuð, dugleg og fram- takssöm þjóð. Af því átti sýnilega að draga þá ályktun að við mundum ekki eiga erfitt með að standa á eigin fótum, en eftir á sér maður að baki slíkra um- mæla glitta í nagandi óvissu um hvort við getum það í raun og veru. Svo gerðist það, í og eftir síðari heimsstyrjöld, að við slitum öll stjórnskip- unartengsl við Dani, en Bandaríkjamenn fóru að sýna áhuga á hernaðaraðstöðu hér. Fjöldi Islendinga tók þessum nýja verndara feginshendi af því að hann virtist fylla tómarúm sem Danir hefðu skilið eftir. Síðan hefur hjálenduhugsun- arháttur okkar snúist mest um Bandaríkjamenn. En hann stafar ekki af tilvist eða ríkidæmi Bandaríkjanna, ekki heldur af hagsmunum þeirra hér. Það sýnir til dæmis lesandabréf Björns Jónssonar, sem ég vitnaði til áðan. Og ef vel er að gáð er þessi hugsunarháttur til út um allt þjóðlífið. I minni stofnun, Háskóla Islands, birtist hann til dæmis í því að nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndum hafa sendikennara hjá okkur og greiða megnið af launum þeirra. Við höfum líka nokkra sendikennara hjá þeim, en þeir greiða næstum öll eða öll laun þeirra. Við þiggjum en leggjum svotil ekkert fram í staðinn. 133
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.