Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Blaðsíða 21
Adrepur
með landafræði, sagnfræði og persónufróðleik að leiðarljósi; hverjum sé frjálst
að hafa það gagn og gaman af þessum bókmenntum sem hann kýs. Og sé það
hlutleysisbrot játum við það fúslega á okkur.
Við sjáum hins vegar ekki betur en sú aðferð sem EMJ boðar þröngvi les-
endum enn frekar en aðferð okkar til að lesa sögurnar í ákveðnu samhengi.
Hann segir:
Markmið fornsagnaútgáfu hlýtur að vera að menn noti hana ekki einungis til
uppflettingar heldur líka til að lesa sögurnar í einhverju rökréttu samhengi,
og er naumast hægt að finna skýrari leiðarvísi fyrir lesendur en einhverja
slíka röðun (þ.e. landfræðilega röðun, innsk. okkar). (123-124)
Sem betur fer nota fæstir lesendur fornrita þau fyrst og fremst til uppflettingar
þó EMJ kunni að njóta þeirra einkum þannig, og enn síður á það við um lestr-
arútgáfur á borð við útgáfu Sáh. Það er svo annað mál og þessari þrætubók
óviðkomandi að það hefur lengi gætt íslendinga sögur sérstöku lífi að leik-
sviðið er allt í kringum okkur og örnefnin lifa; lesendur geta sviðsett atburði á
kortum eða „þar sem þeir gerðust" ef þeim býður svo við að horfa og síst vilj-
um við kasta rýrð á þá iðju.
Til glöggvunar á þeirri aðferð sem EMJ hugnast, og er sami háttur og beitt er
í IF, getum við litið á eitt bindið í þeirri ritröð: í þriðja bindi bókaflokksins eru
nokkrar sögur gefnar út undir heitinu Borgfirdinga sögur. Þessar sögur eru:
Hænsna-Þóris saga, Gunnlaugs saga ormstungu, Bjarnar saga Hítdælakappa og
Heiðarvíga saga. Að auki er svo einn þáttur prentaður með, Gísls þáttur Illuga-
sonar. Hvað eiga þessar sögur sameiginlegt annað en það að gerast í Borgarfirði
að einhverju leyti? Tvær þeirra má kalla skáldasögur (sbr. t.d. bók Bjarna Ein-
arssonar um þann flokk sagna), þ.e. sögur Gunnlaugs og Bjarnar, og gerast að
hluta til í útlöndum, Hænsna-Þóris saga fjallar um afmarkað deilumál í litlu
héraði og þar er sjónarhornið þröngt, sjónarhorn Heiðarvíga sögu er víðara, at-
burðir hennar verða í þremur héruðum, sagan hefst í Breiðafirði og sögusvið
síðari hlutans er fremur Húnaþing en Borgarfjörður. Gísls þáttur Illugasonar
gerist erlendis og hefur verið felldur inn í konungasögur og Jóns sögu helga.
Það er því ekki megineinkenni þessara sagna að þær gerist í Borgarfirði enda
þótt þeir Sigurður Nordal og Guðni Jónsson, útgefendur þessa bindis, rök-
styðji val sagna og þátta meðal annars með þessum orðum: „Sögur þær, sem
hér fara á eftir, hafa verið settar í sama bindi vegna þess, að þær eru allar að
miklu leyti um atburði og menn úr sama héraði. Þeim hefur verið raðað bæði
eftir sögustöðvum og tímatali." (v) En eins og þeir benda síðar á vantar þekkt-
ustu söguna úr Borgarfirði í þetta bindi, þ.e. Egils sögu Skalla-Grímssonar. Og
hvað með sögur sem gerast að nokkru leyti í Borgarfirði, t.d. Laxdæla sögu? Er
ekki gagnlegt fyrir fróðleiksfúsa lesendur að hafa þær við hendina þegar þeir
lesa „borgfirskar" sögur?
147