Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 83

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 83
Saga sem gerist að morgni mínar og svörtu sokkana, stend alklæddur og horfi á rúmið þar sem konan mín liggur enn undir sæng. Eg tek teppið og breiði það yfir rúmið. Þegar ég kyssi kinn konu minnar finn ég að varir mínar eru þurrar og ég renni tungunni yfir þær. Eg geng inn í eldhús og það brakar í parketgólfinu og ég horfi á hvítan ísskápinn og á blómin í gluggakistunni og ég sé að moldin í blómapottunum er dökk og rök. Eg læt renna kalt vatn í pott og set hann yfir helluna á eldavélinni og kveiki undir. Þegar ég opna kaffibaukinn finn ég lyktina af kaff- inu. Eg stend við eldavélina og bíð þess að vatnið sjóði. Eg tek lokið af pottinum og um leið stígur hvít gufa upp í loftið og ég helli ólgandi vatninu ofan í pokann og ég sé hvernig svartur vökvinn seytlar niður og hverfur. Eg dreg fram stólinn og sest við eldhúsborðið og horfi á dökkar sprungurnar í hvítmálaðri gluggakistunni og ég strýk fingrunum yfir þær. Þegar ég horfi á lóðina sé ég að grasið hefur fölnað. Eg helli hvítri mjólkinni í kaffibollann minn og sé hvernig langar, hvítar slæður myndast og þegar ég tek um bollann með hendinni finn ég að hann er heitur. Eg kveiki ljósið inni á baði, horfi á sjálfan mig í speglinum. Eg skrúfa frá kalda vatninu, horfi á það freyða í mjallhvíta laugina og hverfa ofan í svart niðurfallið. Eg set lófa mína undir bununa og læt tært vatnið safnast þar sam- an og nudda andlit mitt upp úr því, finn kuldann og horfi á nokkra vatnsdropa leka niður andlit mitt og háls, sé þá hverfa undir hvítan skyrtukragann. Eg brosi við sjálfum mér og sé rauðbleikt holdið fyrir ofan hvítar tennurnar og tárin sem byrja að streyma og þegar þau snerta varir mínar finn ég að þau eru sölt. Eg tek með hægri hendi um grátt símtólið og ber það upp að eyr- anu og heyri langdreginn sóninn, sný skífunni með vísifingri og horfi á hana snúast til baka. Það er svarað og ég finn að öll orð eru víðsfjarri. Eg gríp um gyllt handfangið, held um það eitt andartak áður en ég þrýsti því niður og lýk upp hurðinni. TMM VI 209
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.