Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Blaðsíða 116

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Blaðsíða 116
Tímarit Máls og menningar Málfríði og þá er ég að tala um hennar eiginlega strammaskáldskap, þá myndi maður þekkja að þetta væru hennar verk. Skipta má krosssaumsverkum hennar niður í nokkra flokka, og saumaði hún allt jöfnum höndum, nema kannski þessar hefðbundnu rósir, en í þeim dúr saumaði hún nokkra stóla, því held ég að hún hafi hætt fljótlega. Hún saumaði mikið eftir kínverskum og mexíkönskum mynstrum, en litaval, uppröðun og myndbygging var alltaf hennar eigin. Þá saumaði hún stund- um eftir frægum fyrirmyndum, ekki Gunnhildi kóngamóður, né sæta bláa drengnum, heldur geómetrískum myndum Mondríans og ljóðrænum myndum Klees. Þá teiknuðu íslenskir listamenn, t.d. Svavar Guðnason og Kjarval, stundum fyrir hana. En mestu máli skiptir strammaskáldskapur- inn, hennar eigið sköpunarverk, það sem algjörlega óx úr hennar eigin hug- skoti. I Sálarkirnunni er stuttur texti, Myndin mín, og gæti sýnt hvernig hug- myndir hennar kviknuðu: Mynd þessi er af herbergi og fyrirmyndin er hvergi til nema í ímyndun minni en hún er til fyrir því. Gluggi er á stofu þessari og út um hann átti að sjá skreyting sólna sveitar vera að þeyta sindri um hugar skjá, en úr því varð minna en til var ætlast. Augað á myndinni er dapurt auðnuleysisauga og því veitist aldrei nein lausn frá því. Svipir eða vofur vansælla hugsana líða um gólfið en koma ekki við það. Þrjú sjúk nýru þyrpast í röð, og áttu að draga á eftir sér ljósrák, en það fór um hana eins og skreytingu sólna sveitar, hún hvarf. Rauð blóm af riddaraspora hanga á grein, full af hunangi og koma svartir ljótir maðkar og vilja fá hunangið, en þá lét ég hverfa, sneið fálmarana af möðkunum, svo þeir fengu ekki neitt. Hér er allt roluháttur og snuð. Línan svarta og hvíta sem lyppast um myndina, er víst tíminn, hann líður svona skrykkjótt. Ofullburða hugmynd liggur í hnipri skammt frá auganu. Svört sorgarrönd breið til hægri handar. Myndin er sögð vera surrealistisk og minna á Tanguy.3 Upphaflegu kveikjuna tel ég vera áhuga hennar á læknavísindum, sem spratt upp úr veikindum hennar, og á vísindum almennt, því hún vann eins og smásjáin, viðfangsefni hennar voru bakteríur, vatnsdropar, pensilín- sveppurinn - yfirleitt allt sem var ósýnilegt berum augum varð henni að myndefni, í því var galdur hennar fólginn. Stundum hefur mér dottið í hug hvort strammaskáldskapurinn væri ekki óður til pensilínsins sem bjargaði lífi hennar, og læknavísindanna yfirleitt, já kannski má segja óður til lífsins. A milli okkar var sérstakt strammaskáldskaparsamband og ég á meðal annars í fórum mínum hálfsaumað teppi sem hún fól mér að ljúka við, um teppi þetta talar hún í eftirfarandi bréfi: 242
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.