Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Blaðsíða 105
Hlátur djöfulsins
fannst hann annars óvenjulengi að þessu núna: áður hafði eyra hans
alltaf greint undireins hinn sanna, hreina tón: núna tók það hinsveg-
ar lengri tíma; hann varð að hlusta nokkrum sinnum, plokka í
strengina, láta þá hljóma saman.
Svo beið hann. Þetta var sama gamla bragðið. Hann beið. Hann
stóð með fiðluna bakvið tjaldið, svo áheyrendur gátu greint skugga-
mynd hans í gegnum það. Síðustu áheyrendurnir voru að tínast inn í
salinn hálfskömmustulegir og fundu oftar en ekki einhverja óboðna
gesti í sætunum sínum, sem urðu ennþá skömmustulegri, þegar þeir
voru beðnir að sýna miðann sinn. En ég vissi, að tíminn var nægur.
Hann myndi ekki byrja alveg strax, hann myndi taka sér tíma:
kannski fimm mínútur, kannski tíu.
Og ég hafði rétt fyrir mér. Ókyrrðin í salnum jókst stöðugt, fólk
fór að líta á úr sín og klukkur, hálfgerður kliður fór smámsaman að
magnast upp. Alveg einsog hann vildi, alveg einsog alltaf. Líklega
voru liðnar tæpar fimmtán mínútur framyfir auglýstan tíma, þegar
hann sté loksins fram á sviðið, hægum en ákveðnum skrefum. Oll
Ijós í salnum slokknuðu á augabragði: aðeins einum mjóum ljós-
geisla var varpað fram á sviðið, þar sem hann stóð á kjólfötunum
með fiðluna í hendinni og hneigði sig djúpt.
Já, einn maður og ein fiðla í mjóum ljósgeisla.
Þegar hann stóð þarna uppi á sviðinu var sem hann hefði aldrei
gengið í öðrum fötum en kjólfötum og aldrei gert annað í lífinu en
hneigja sig og brosa framan í fólk. Ætla hefði mátt, að þessi maður
hefði fæðst til að ganga í kjólfötum, rétt einsog sumir menn fæðast
til að ganga í hempum og aðrir til að ganga með kórónur á höfðinu.
En hann fæddist ekki til að ganga í kjólfötum; það var víst alveg ör-
uggt. Eg man það enn, þegar hann hélt fyrstu tónleika sína í þessum
sal: lítill drengur, smástrákur, vatnsgreiddur í alltof stórum kjólföt-
um, sem hengsluðust utan um hann: buxurnar voru klofsíðar og
jakkinn sömuleiðis víður og síður. Og hann kunni ekki að hneigja
sig: uppi á sviðspallinum var hann einsog feimnislegur drengur, sem
ætlar að bjóða stúlkunni sem hann elskar upp í dans í fyrsta sinn.
Ósköp er hann sveitó greyið, höfðu konur í salnum hvíslað á milli
sín; það vissi ég. En einhverjir höfðu líka hvíslað um mikinn galdur
og það, að þessi fiðlungur yrði einhverntíma heimsfrægur, já heims-
frægur og það þótt hann kynni ekki að hneigja sig.
231