Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 105

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 105
Hlátur djöfulsins fannst hann annars óvenjulengi að þessu núna: áður hafði eyra hans alltaf greint undireins hinn sanna, hreina tón: núna tók það hinsveg- ar lengri tíma; hann varð að hlusta nokkrum sinnum, plokka í strengina, láta þá hljóma saman. Svo beið hann. Þetta var sama gamla bragðið. Hann beið. Hann stóð með fiðluna bakvið tjaldið, svo áheyrendur gátu greint skugga- mynd hans í gegnum það. Síðustu áheyrendurnir voru að tínast inn í salinn hálfskömmustulegir og fundu oftar en ekki einhverja óboðna gesti í sætunum sínum, sem urðu ennþá skömmustulegri, þegar þeir voru beðnir að sýna miðann sinn. En ég vissi, að tíminn var nægur. Hann myndi ekki byrja alveg strax, hann myndi taka sér tíma: kannski fimm mínútur, kannski tíu. Og ég hafði rétt fyrir mér. Ókyrrðin í salnum jókst stöðugt, fólk fór að líta á úr sín og klukkur, hálfgerður kliður fór smámsaman að magnast upp. Alveg einsog hann vildi, alveg einsog alltaf. Líklega voru liðnar tæpar fimmtán mínútur framyfir auglýstan tíma, þegar hann sté loksins fram á sviðið, hægum en ákveðnum skrefum. Oll Ijós í salnum slokknuðu á augabragði: aðeins einum mjóum ljós- geisla var varpað fram á sviðið, þar sem hann stóð á kjólfötunum með fiðluna í hendinni og hneigði sig djúpt. Já, einn maður og ein fiðla í mjóum ljósgeisla. Þegar hann stóð þarna uppi á sviðinu var sem hann hefði aldrei gengið í öðrum fötum en kjólfötum og aldrei gert annað í lífinu en hneigja sig og brosa framan í fólk. Ætla hefði mátt, að þessi maður hefði fæðst til að ganga í kjólfötum, rétt einsog sumir menn fæðast til að ganga í hempum og aðrir til að ganga með kórónur á höfðinu. En hann fæddist ekki til að ganga í kjólfötum; það var víst alveg ör- uggt. Eg man það enn, þegar hann hélt fyrstu tónleika sína í þessum sal: lítill drengur, smástrákur, vatnsgreiddur í alltof stórum kjólföt- um, sem hengsluðust utan um hann: buxurnar voru klofsíðar og jakkinn sömuleiðis víður og síður. Og hann kunni ekki að hneigja sig: uppi á sviðspallinum var hann einsog feimnislegur drengur, sem ætlar að bjóða stúlkunni sem hann elskar upp í dans í fyrsta sinn. Ósköp er hann sveitó greyið, höfðu konur í salnum hvíslað á milli sín; það vissi ég. En einhverjir höfðu líka hvíslað um mikinn galdur og það, að þessi fiðlungur yrði einhverntíma heimsfrægur, já heims- frægur og það þótt hann kynni ekki að hneigja sig. 231
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.