Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Blaðsíða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Blaðsíða 67
Orðin og efinn er lagður grunnur þess sem síðar gerist, þau réðu því í hvaða farveg þróun stríðsáranna féll. Þessi atriði ræði ég ítarlegar í bókinni í kaflanum um menningarbyltinguna, þótt Astráður kvarti undan því að ég skilgreini orð- ið hvergi „beinlínis“ (AE bls. 312). Skilgreiningartrú hans sýnist haldast í hendur við vantrú hans á frásögn og fróðleik af empirísku tagi. Fremur en að skrifa „menningarbylting = bylting menningar“ fannst mér skipta máli að segja í hverju byltingin var fólgin. Frásögn er iðulega fróðlegri en skil- greining, hvað sem öðru líður. En hvað kemur þetta bókmenntunum við? Jú, ein afurð þessara breyt- inga hér á landi var bókmenntavettvangur. í því fólst í fyrsta lagi að til var orðinn markaður þar sem bækur gátu selst í umtalsverðu upplagi. Þórberg- ur hafði gott upp úr því að selja Bréf til Láru, og salan á Vefaranum mikla stóð undir Ameríkuför Halldórs árið 1927. Aukning bóksölu og fastara skipulag hélst reyndar í hendur við aukna skáldsagnaútgáfu: Á árunum 1850-1899 komu út litlu fleiri en 20 skáldsögur eftir íslenska höfunda, á ár- unum 1900-1920 eru þær tvöfalt fleiri, og á þriðja áratugnum einum kemur annað eins út eða rúmlega það.3 En það hefur líka myndast sérstakur bók- menntavettvangur í fjölmörgum tímaritum sem þá komu hér út, og birtu bæði skáldverk og kappræður um bókmenntastefnur og önnur menningar- mál. I þessu fólst ótrúleg breyting frá því er Gestur Pálsson kom hér á ní- unda áratugnum og kvartaði sáran (í fyrirlestrinum um lífið í Reykjavík) undan skorti á slíkum vettvangi, undan því að menntalífið í bænum væri einsog bærinn sjálfur á kvöldin, ekkert ljós utan við heimilistýrurnar, að- eins kolsvart myrkur „sem ekki veit af því, að nokkurt ljós eða himinn sé til“ (eftir LL bls. 35). Og svo er þess að geta að þegar líður á fyrsta fjórð- ung aldarinnar geta Islendingar loks brauðfætt menntamenn (aðra en presta og stjórnsýslumenn), þá kynslóð manna sem að vísu skjátlaðist í mörgu, en sem hafði numið erlendis og ætlaði sér að finna íslenska heimssýn. Það er afrek Halldórs Laxness að tjá þessa menningarbyltingu í Vefaran- um mikla og tengja hana um leið erlendri menningarkreppu, opna íslenskt skáldsöguform til að gera nýjum heimi skil. Ekki í þeim skilningi að verk hans „spegli" þessar breytingar á eins vélrænan hátt og líkingin við spegil gefur til kynna, heldur tjáir það veruleikann um leið og það ummyndar hann. En bækur eru líka fæddar af öðrum bókum, og Halldór hefur í Vef- aranum lært mest af nýstefnuhöfundum evrópskra aldamóta, því sem ég hef leyft mér að kalla aldamótamódernisma. Efinn um orðin og sjálfið bólgna Hugtakið aldamótamódernismi á ekki upp á pallborðið hjá Ástráði, sem reyndar hefur margt við skilning minn á módernisma að athuga. Að hans Tmm v 193
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.