Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 51

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 51
Skdldið eina! Hugsjóna- og trúmaðurinn Tómas Sæmundsson hefði seint skrifað undir svo róttæka og fullkomlega fagurfræðilega lífssýn. I öðru lagi gagnrýnir Jónas Sigurð og rímur hans fyrir skort á frumleika og skáldlegum innbhestri. Það er athyglisvert að Jónas sér ekkert athuga- vert við að Sigurður sæki allt sitt yrkisefni í aðrar bókmenntir. Það er ekk- ert að „metatextum“ í augum Jónasar Hallgrímssonar. „Frumleika“-hugtak hans á aðeins við um meðferð, úrvinnslu efnisins, þá endursköpun sem varpi nýju ljósi á efnið. Ef Sigurður hefði valið „eftirtektarvert" (20) efni sem lýsti mannlífinu „eins og það er eða gjæti verið, og síndi lesandanum sálir þeirra manna, sem hún (þ.e. ríman) talar um, og ljeti það vera þess konar sálir, sem til nokkurs væri að þekkja“ (20) - þá hefðu rímurnar sem eru bara lélegt handverk, getað orðið innblásinn skáldskapur. Höfundi Tristrans rímna er því auðsjáanlega sök á því gjefandi, að hann valdi slíkt efni; það lísir frábærlegu „smekkleisi“ og tilfinningaleisi á því, hvað skáldlegt sje; og þetta atvik gjefur undir eins illann grun á, að hann sje ekkji gjæddur neinum verulegum skáldskaparanda, eða þá, að minnsta kosti, að öbl sálarinnar sjeu of illa vanin, og vitið of lítið, til að kannast við þennan anda og stjórna honum rjettilega. (22) Hér blandast rómantískar hugmyndir um skáldið sem sjáanda, gæddan hæfileika til að taka á móti guðlegum innblæstri, og hugmyndir klassíkur- ínnar um að reglur skáldskaparins sé hægt - og eigi - að læra til að þroska skáldskapar„smekk“ sinn og tilfinningu fyrir hinu fagra. Bæði sjónarmiðin eru síðan virk í síðasta hluta ritdómsins um málfar rímnanna. Jónas gagnrýnir Sigurð fyrir vanhugsaða og tilfinningalausa málnotkun. Umræðan um mál rímnanna er harðorðasti hluti ritdómsins og þar má sjá kröfu klassisismans um skýrleika, rökvísi og nákvæmni í orðavali. Þar má einnig sjá aðrar og óskýrari kröfur um skáldlegar nýsmíðar, myndvísi og tilfinningu fyrir eigindum málsins. Það er beðið um íslenskt Ijóðmál sem rjúfi allan sjálfvirkan skilning, mál sem beri fram og beri í sér nýja veru- leikasýn. Og um þetta síðasta snýst ritdómur Jónasar Hallgrímssonar í raun. I formála 4. heftisins af Fjölni 1838 er gagnrýni á þrjú fyrri heftin svarað, þar er Tómas víðs fjarri og fagurfræðileg sjónarmið alls ráðandi. í löngu tnáli til varnar Ævintýri af Eggerti glóa berst talið að ættjarðarást sem (réttilega) er talin nýuppgötvuð: „Enn núna um aldamótin . . . fóru flestar þjóðir í Norðurálfunni, að sinna meir ættjörðum sínum. . .“(11) Ættjarðar- ástin, segir síðan, varð til að þjóðirnar gátu hrundið af sér ofsóknum og valdabrölti að utan og menn gerðu sér grein fyrir hinu pólitíska afli sem í tmm iv 177
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.