Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Blaðsíða 115

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Blaðsíða 115
Bréfin hennar Fríbu síðan heim í hlað í fátækrahúsinu mínu. Það ætlaði að ganga illa að finna hlaðið, og var því að kenna hve ónýt ég er að segja til, mér fipast allt, og allt ruglast fyrir mér. I fátækrahúsinu hafði amað að mér myrkfælni, óvær svefn og einkum lyst- arleysi á mat, en við tilkomu kvennanna breyttist þetta, svo að næst gekk kraftaverki. Þetta var það sem hlaust af komu Vorrar Frúr, mér til handa, og var allt nóg. Fuglarnir höfðu af henni bestu gleði, þeim þótti leiðinlegt hjá mér í myrkfælninni og ólukkans bókvísinni, en gaman hjá henni. Borð okkar fylltist glöðum vistum, þar sem áður hafði ekki sést nema gamalt blómkáls- höfuð myglað sem ekki ást. Og þar sem áður hafði verið ráfað meðfram þyrnigerði í víli, var nú farið í Tívolí, og keyptir hundar og apar og önnur fáránleg leiðindadýr, til mikils gamans. Peningar okkar, marðir út með lánum, fengu á baukinn, enda voru þeir til þess. Frúin átti erindi að gegna í þágu embættis síns, alvarlegu og mikilvægu, og hlaut það að ganga fyrir öllu, en fuglarnir tóku barn hennar og dilluðu því, og þá skríkti það barn.2 I bréfum Málfríðar, frá því hún var í ljósböðunum á stofu Finsens 1949, minntist hún oft á þörf sína fyrir að skrifa, en þar tekur sköpunargleði hennar einnig aðra stefnu, en þar á ég við útsauminn hennar sem er mjög sérkennilegur og listrænn (sbr. grein mína í TMM 2. 1986). Hún var skáld hvort sem um penna eða nál var að ræða og því gaf Jón Helgason prófessor henni heiðursnafnið „strammaskáld“ þegar hann fór að kynnast verkum hennar. Um það leyti sem hún er að uppgötva strammann til að skálda í, segir hún í bréfi í júní 1949: Eg er að sauma krosssaum mér til dægradvalar og teikna ég sjálf það sem ég sauma og held ég að öllum þyki það ljótt nema Svavari, það sem hann hefur séð, og kannski Fanneyju. En ég held samt ótrauð áfram, og fer nú að byrja á nýju, en ekki veit ég hvort ég á að fara eftir myndum þeim eftir fræga meist- ara (20. aldar) sem Svavar benti mér á, eða sauma eftir blómunum, sem alltaf eru að flækjast fyrir augunum á mér hérna, ýmist skemmtileg eða Ieiðinleg, eða halda áfram með þessa maðka, eðlur, fiska og dropa, sem ég hef verið að leiða fram. Eða hætta alveg. Fólk þolir ekki að horfa á þetta. í þessu bréfi er hún að segja frá því myndefni sem hún þróaði æ síðan með sér í saumaskapnum. Einnig kveður við þessi tónn, sem ég held að hún hafi notað meira í gamni en alvöru, „Það kann enginn að meta þetta“ (nema þú, bætti hún oft við, því sannarlega kunni ég að meta strammaskáldskapinn). Hitt er annað mál, að það var, og er kannski, langt frá því að allir kunni að meta þetta, eins og ævinlega er um nýjungar í listum. I púðum hennar kem- ur fram eitthvað nýtt. Eg held að hvar sem maður sæi púða og teppi eftir TMM VIII 241
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.