Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 115
Bréfin hennar Fríbu
síðan heim í hlað í fátækrahúsinu mínu. Það ætlaði að ganga illa að finna
hlaðið, og var því að kenna hve ónýt ég er að segja til, mér fipast allt, og allt
ruglast fyrir mér.
I fátækrahúsinu hafði amað að mér myrkfælni, óvær svefn og einkum lyst-
arleysi á mat, en við tilkomu kvennanna breyttist þetta, svo að næst gekk
kraftaverki. Þetta var það sem hlaust af komu Vorrar Frúr, mér til handa, og
var allt nóg. Fuglarnir höfðu af henni bestu gleði, þeim þótti leiðinlegt hjá
mér í myrkfælninni og ólukkans bókvísinni, en gaman hjá henni. Borð okkar
fylltist glöðum vistum, þar sem áður hafði ekki sést nema gamalt blómkáls-
höfuð myglað sem ekki ást.
Og þar sem áður hafði verið ráfað meðfram þyrnigerði í víli, var nú farið í
Tívolí, og keyptir hundar og apar og önnur fáránleg leiðindadýr, til mikils
gamans. Peningar okkar, marðir út með lánum, fengu á baukinn, enda voru
þeir til þess.
Frúin átti erindi að gegna í þágu embættis síns, alvarlegu og mikilvægu, og
hlaut það að ganga fyrir öllu, en fuglarnir tóku barn hennar og dilluðu því,
og þá skríkti það barn.2
I bréfum Málfríðar, frá því hún var í ljósböðunum á stofu Finsens 1949,
minntist hún oft á þörf sína fyrir að skrifa, en þar tekur sköpunargleði
hennar einnig aðra stefnu, en þar á ég við útsauminn hennar sem er mjög
sérkennilegur og listrænn (sbr. grein mína í TMM 2. 1986). Hún var skáld
hvort sem um penna eða nál var að ræða og því gaf Jón Helgason prófessor
henni heiðursnafnið „strammaskáld“ þegar hann fór að kynnast verkum
hennar. Um það leyti sem hún er að uppgötva strammann til að skálda í,
segir hún í bréfi í júní 1949:
Eg er að sauma krosssaum mér til dægradvalar og teikna ég sjálf það sem ég
sauma og held ég að öllum þyki það ljótt nema Svavari, það sem hann hefur
séð, og kannski Fanneyju. En ég held samt ótrauð áfram, og fer nú að byrja á
nýju, en ekki veit ég hvort ég á að fara eftir myndum þeim eftir fræga meist-
ara (20. aldar) sem Svavar benti mér á, eða sauma eftir blómunum, sem alltaf
eru að flækjast fyrir augunum á mér hérna, ýmist skemmtileg eða Ieiðinleg,
eða halda áfram með þessa maðka, eðlur, fiska og dropa, sem ég hef verið að
leiða fram. Eða hætta alveg. Fólk þolir ekki að horfa á þetta.
í þessu bréfi er hún að segja frá því myndefni sem hún þróaði æ síðan með
sér í saumaskapnum. Einnig kveður við þessi tónn, sem ég held að hún hafi
notað meira í gamni en alvöru, „Það kann enginn að meta þetta“ (nema þú,
bætti hún oft við, því sannarlega kunni ég að meta strammaskáldskapinn).
Hitt er annað mál, að það var, og er kannski, langt frá því að allir kunni að
meta þetta, eins og ævinlega er um nýjungar í listum. I púðum hennar kem-
ur fram eitthvað nýtt. Eg held að hvar sem maður sæi púða og teppi eftir
TMM VIII
241