Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Page 33

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Page 33
ust: Raddimar frá Marrakesh', bókarkver sem kom út 1967 en lýsir ferð er Canetti fór til Marrakesh í Marokkó fimmtán árum áður. Hann lýsir fátækt og eymd, þar á meðal afskræmdri mannveru sem líkist „brúnu hrúgaldi“. Hún er borin út á mark- aðstorgið hvem morgun til að betla og gefur ekki frá sér önnur hljóð en endalaust „e-e- e-e-e“. „Það fyllti mig stolti,“ skrifar Canetti, „að þetta hrúgald skyldi geta hald- ið lífi.“ Lýsingar hans era oft gróteskar en hann reynir alltaf að heyra ,,raddir“ hins forsmáða, óhreina og lága lífs og gildir þá einu hvort um er að ræða menn eða dýr. A öðrum stað segir hann frá asna sem er ekk- ert nema skinin beinin og hlaðinn kaunum eftir barsmíðar. Af einhveijum óútskýran- legum ástæðum fer þessum asna að standa og Canetti lýsir standpínunni eins og kraft- birtingu almættisins. Ef Canetti ætti sjálfur að segja hver væri merkilegasta bókin hans, myndi hann ef- laust svara: Masse und Macht (Múgur og vald). Hún kom út 1960 en þá hafði hann unnið að henni í 20 ár. Þessi bók átti að fjalla um ,,allt“ en jafnframt að „taka um kverkarnar á þessari öld“. Útkoman var doðrantur sem er furðulegt sambland af dýrafræði, sálfræði og heimspeki. Hann hefur engan áhuga á að setja hlutina í þær skúffur sem þeir eru vanalega settar í, enda minna efnistök hans stundum á aðferðir fræðimanna úr sögum Borges. Þegar hann skrifar um múginn fjallar hann ekki bara um mannlegt samfélag heldur líka fyrir- bæri sem „minna á múginn" eða standa eins og „tákn um múginn í draumum, sög- um og söngvum" og síðan kemur upptaln- ingin: eldur, regn, fingur handarinnar, býflugnasveimur, tennur, skógur og snák- amir í deleríum tremens. Masse und Macht fjallar reyndar að stærstum hluta um trúar- brögð í hinum ýmsu myndum sínum. Víkjum aftur að Heyrnarvottinum. Áður en bókin kom út, árið 1974, hafði Canetti birt nokkrar manngerðir sínar í þýsku bók- menntatímariti undir yfirskriftinni Úr fór- um hins nýja Þeófrastosar. Þessi nafngift sýnir að Canetti styður sig við Þeófrastos en hún er jafnframt vísbending um að hann hafi eitthvað nýtt fram að færa.2 Það er einkum stíllinn sem Canetti sækir til Þeófrastosar. Hann er knappur, nákvæmur og kaldur. Að vísu gefur Canetti okkur oft- ast nær innsýn í hugsanagang manngerð- anna, en að öðru leyti fer hann að eins og Þeófrastos; hann bendir aldrei á neinar or- sakir sem gætu skýrt hinar ýmsu manngerð- ir og undarlega hegðun þeirra. Ef manngerðirnar sjálfar eru bomar sam- an kemur þó í ljós að þær eru ólíkar. Þeó- frastos lýsir vissum sérkennum í siðum manna sem allir kannast við, til að mynda nísku. Hann byrjar á að skilgreina nískuna almennt og tekur síðan dæmi af því hvemig nískupúkinn hagar sér dags daglega. En hann hefur ekki áhuga á nískupúkanum sem einstaklingi, heldur eiginleikanum nísku. Þess vegna heita manngerðir hans „níska“ og „smjaður" en ekki „nískupúk- inn“ og „smjaðrarinn". Canetti fjallar aftur á móti um hálfgeggj- aða einstaklinga og gefur þeim býsna und- arleg heiti eins og „Der Leidverweser“. Þetta orð er ekki til í þýskum orðabókum en það er samsett úr orðunum „Leid“ (þján- ing) og „Verweser“ sem getur þýtt „stjórn- andi“ eða „staðgengill". Flestar mann- gerðir Canettis em álíka sjaldgæfar og heit- in sem hann velur þeim. Að vísu kannast maður stundum við ákveðna þætti í fari þeirra en Canetti ýkir þá svo mikið upp að TMM 1993:4 31
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.