Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Side 41

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Side 41
gert fyrir manninn tekur völdin, gerir fólk að aukaatriðum, tannhjólum sem þjóna þeim tilgangi einum að tryggja viðgang þess og útbreiðslu. Þar með er búið að gera fólk að skynlausum skepnum, hlutum í vél- búnaði sem lýtur eigin lögmálum, festa það í kerfi sem það getur ekki losað sig úr. Raunveruleiki dagsins í dag, á tímabili „endaloka mannkynssögunnar“, er gríðar- legt ,,þarfakerfi“ sem hægt er að þenja sundur og saman, kerfi þar sem fólk er dregið niður á það stig að vera aðeins fram- leiðendur eða neytendur. Þetta kerfi er einnig eini og æðsti raunveruleikinn, sem þolir ekki að neinn annar raunveruleiki komi nærri honum eða reyni að hefja sig yfir hann, þolir ekki að neitt sé öðruvísi, sjálfstætt, og malar því allt undir sig. Hvað þýðir þá hugmyndin um „endalok mannkynssögunnar“? Hefur sagan runnið skeið sitt á enda? Síður en svo, en hins vegar hefur saga nútímaviðmiðsins runnið sitt skeið á enda. Sú saga er komin að fótum fram, hún er semsagt búin að glata hæfdeik- anum til að ná áttum í því sem er að gerast og bregst við samkvæmt því, skynsemi hennar byggist ekki lengur á því að skilja og vita, ná valdi á þekkingu og bregðast við af skynsemi, hún er orðin að einskæru aukaatriði innan kerfis sem gengur af sjálfu sér. Þessa sögu er einnig farið að skorta ímyndunarafl, hún hefur ekki snúist um neitt annað en einhæfa uppfinningadýrkun sem hefur stefnt að því að létta okkur lífið og hlaða utan á það, en ekki að auðga það. Einu staðimir þar sem ímyndunaraflið fær að leika lausum hala nú í lok tuttugustu aldarinnar, á tímum „endaloka sögunnar“, taumlausrar tómhyggju, á tímum yfírvof- andi allsherjareyðileggingar, eru hrylli- legar lýsingar (Kafka) eða skrumskælingar þar sem hláturinn ræður ríkjum (verk sam- tíðarmanns Kafka og samlanda frá Prag, Hasek). Hvergi annars staðar en í þessum verkum er reynt að andæfa samtíma okkar og viðmiði hans. Mergurinn málsins, það er að segja það falska viðmið sem nefnt hefur verið, felst í því að menn rugla skynsemi saman við rökhyggju, ímyndunarafli saman við tækni- nýj ungar, og því halda menn að hver einasta uppfinning sé nýr áfangi í sögunni: eftir síðari heimsstyrjöldina gekk atómöldin í garð, og nú segja hugmyndafræðingamir að upp sé að renna skeið örtölva, framtíðin tilheyri hinum svokölluðu tölvulyklum. í raun og veru eru allar þessar tæknilegu og rökrænu uppfinningar sem miða að al- mennri notkun aðeins hluti af viðmiði nútímans, viðmiði sem er fyrir löngu orðið útjaskað, þurrausið og er augljóslega orðið að skelfilega úrkynjaðri lygi: öld örtölvu- tækninnar lítur út fyrir að verða að öld þar sem staða mannsins gagnvart veruleik- anum breytist umtalsvert, hann verði í rauninni aukaatriði í þessu kerfi, óþarfi fyr- ir það og standi í vegi fyrir framtíðarþróun þess. f Mið-Evrópu — og þar með fer ég að svara spurningu þinni eftir þennan langa útúrdúr — höfum við óvenjugóða yfirsýn yfir þá dulúð sem þetta viðmið nútímans hefur sveipað sig. Ef við losum okkur við þá hugmyndafræðilegu hleypidóma sem felast í tölunni fjörutíu (hinum sögulega harmleik hefur verið þjappað saman í fjöru- tíu ár kommúnisma) og menn hafa einblínt á að undanförnu, og lítum heldur á sögu Mið-Evrópu og snúum okkur að þeim óneitanlegu kaflaskiptum sem áttu sér stað við uppgjöfina í Múnchen, það er að segja tímabilið frá árinu 1938 til okkar daga, eða TMM 1993:4 39
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.