Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Qupperneq 42

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Qupperneq 42
fimmtíu og fimm ár, þá komumst við að eftirfarandi: Á þessu stutta tímabili í sög- unni er sífellt verið að færa eignir og verð- mæti milli manna, með ýmsum aðferðum eignaupptöku og eignaafhendingar, allt eft- ir því hvers konar stjóm var við völd. Þegar þýskir nasistar voru búnir að leggja Tékkóslóvakíu undir sig vom allar eigur gyðinga fyrst gerðar upptækar og síðan eignir allra þeirra sem taldir vom andstæð- ingar Þriðja ríkisins. Eftir stríðið voru það eignir samstarfsmanna Þjóðverja og að- fluttra Þjóðverja sem vom gerðar upptækar, en líka eignir kapítalista, jarðeigenda, að- alsmanna, kirkjunnar, bænda, fjármagns- eigenda og iðnaðarmanna. Þær lentu í höndum Ríkisins sem sló ekki einungis þannig einkaeign sinni á alla hluti, heldur einnig á mannskepnuna, og tók sér vald til að ráðstafa því að vild og öllu saman var komið í hendumar á lögreglu og skrifræði, sem skipaði mönnum að sitja og standa eins og því hentaði best þá stundina. Nú hefur þessum eignum aftur verið skipt upp á nýtt, þeim hefur verið skilað til aðalsins, kirkj- unnar, til fyrmrn eigenda eða erfingja þeirra. í kjölfar hins almáttuga ríkis, sem var algerlega búið að leggja þegnana að fótum sér, hefur „nýríka fólkið“ nú eftir 1989 rutt sér æ meira til rúms. Þar með hefur þjóðfélagsskipanin enn tekið koll- steypu og hið svokallaða gildismat um leið. Hið nafnlausa alræði lögreglunnar og skrif- stofubáknsins hefur verið leyst af hólmi af hinu nafnlausa alræði markaðarins — og þeim hugsunarhætti sem þar ríkir. Öll þessi gífurlega eignatilfærsla, allur þessi hringlandaháttur með eignir fólks fram og til baka sem hefur valdið því ótöld- um hörmungum (morðum, sjálfsmorðum, ágirnd, nísku, örvæntingu), gerist innan þess viðmiðs sem nútímavaldið byggist á, og það hvarflar ekki að nokkmm manni að efast um raunvemleika þess eða réttmæti. Viðmiðið yfir nútímann heldur á lofti báð- um þeim eignarhaldsformum sem tíðkast hafa á tuttugustu öldinni, það er að segja hinu kapítalíska eignarhaldi og ríkiseign skrifræðisins, enda þótt aðferðin og útkom- an séu ólíkar. í þessu stöðuga ferli eigna- uppstokkunar, þar sem eignimar eru ýmist gerðar upptækar eða þeim skilað, nú þegar menn em hættir að sjá út úr augunum fyrir fégræðgi, í þessari hamslausu bylgju einka- væðingar og eignauppstokkunar, þá á sér stað djúpstæð, falin, ósýnileg þróun — há- spekileg eignaupptaka þar sem fólk er dag- lega, í stórum stíl og án þess að nokkur veiti því athygli rúið einkennum sínum og innsta kjarna, skorið er á samband þess við ver- una, sannleikann eða lögin og því kastað inn í ferli þar sem aukaatriðin, það sem er annars flokks, hið falska, hið hálffalska ráða ferðinni. Þessi háspekilegi rúningur hefur áhrifá alla, þá sem rýja og þá sem em rúnir, hann sker á hið nauðsynlega og frelsandi samband við það sem er, þannig að þau verða að verum sem skortir gmnn til að standa á, geta ekki náð áttum í því sem er að gerast og hrapa því ofan í hinn miskunnarlausa straum hins öfugsnúna (Verkehrung). Vörið í Prag hafnaði alfarið stalínisman- um, eða því sem síðar var kallað „sósíal- ismi hins raunverulega“, og einnig því eðlilega ástandi sem ríkti í hinum hluta heimsins þar sem kapítalisminn réð ríkjum (eða, eins og menn segja varlega, með alls- kyns fyrirvömm í dag án þess að þora að hugsa málið til enda: lögmál markaðarins). Vorið í Prag sneri baki við fyrirkomulagi sem hluti heimsins taldi eðlilegt og sjálf- 40 TMM 1993:4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.