Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Page 45

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Page 45
hann tekur sér fyrir hendur gerir hann fyrir augnablikið, hann nærist á því sem er ná- kvæmlega núna, færir sig frá einu núi til annars, því hvert nú hverfur jafnskjótt og það birtist. Augnablikið er vettvangur hans. Hann er svo háður áhorfendum og áliti þeirra að örlög hans ráðast af því hvernig liggur á þeim þennan daginn eða hinn. Schauspieler hefur vald yfir áheyrendum sínum að svo miklu leyti sem hann dregur að sér alla athygli og viðstaddir veita hon- um hana, en á sama tíma er hann þræll áhorfendanna því hann á allt sitt undir áliti þeirra. Rétt eins og almenningsálitið sveifl- ast upp og niður hraðar en nokkuð annað, þá sveiflast mikilvægi og vinsældir Schauspieler upp og niður eftir því hvernig liggur á áhorfendunum. Schauspieler Nietzsche tengist að vissu leyti þeim ,,sófista“ sem Hegel taldi vera persónugerving nútímans. Nútímanum svipar að mörgu leyti til hnignunarskeiðs- ins í Róm til foma og það er í persónu þessa sófista sem hnignun þess og upplausn kem- ur hvað gleggst í ljós. (Die Zeit der röhmis- chen Kaiser hat viel Áhnlichkeit mit der unsrigen). Þar, eins og hér, er maðurinn leystur upp í að vera huglægt fyrirbæri, skepna sem hefur ákveðin markmið að leið- arljósi og gerir ekkert nema hún hafí af því beinan hag. Hann er ekki fórnarlamb að- stæðna, heldur hluti af kringumstæðum sem eru út í hött, hann fómar öllu fyrir sjálfan sig, fyrir lífsgæði, nautnir: náttúr- unni, menningunni, hugmyndunum, mann- orðinu, siðferðinu, hugsuninni. Maðurinn er mælikvarði allra hluta, en sá maður sem hér um ræðir er ekkert nema viljaþrekið og sérhagsmunimir. Þar sem sófistinn er við völd er ekkert rúm fyrir hið stórfenglega (Alles Höhere ist ausgezogen). Andstæða Schauspieler er byggingar- meistarinn (der Baumeister). Ólíkt Schau- spieler, sem er holdgervingur augnabliks- ins og hins hverfula, þá byggist vinna bygg- ingarmeistarans á hinu varanlega og til- gangur alls sem hann tekur sér fyrir hendur er að lifa augnablikið af, lifa af heilu kyn- slóðirnar. Orðin yfir hin fjölbreyttu verk byggingarmeistarans (hús, virki, bygging, bær, mylla) ná öll yfir eitthvað traustbyggt og gegnheilt, eitthvað sem stendur af sér augnablikið og er ætlað að vara. Byggingar- meistarinn vinnur ekki fyrir áhorfendur og verk hans beinast ekki að almenningsálit- inu. Arkítektum sem teiknuðu kirkjur hér forðum datt ekki í hug að forvitnir áhorf- endur ættu síðar eftir að spranga fram og til baka um verk þeirra, skoða þau að utan og innan og velta fyrir sér ,,fagurfræðilegum“ kostum þeirra og göllum. Kirkjur voru ekki byggðar fyrir áhorfendur, heldur fyrir söfn- uðinn. Áhorfendur eru úrkynjaður söfnuð- ur, söfnuður í upplausn. Kirkjan er einn þeirra staða sem söfnuðurinn notar til að koma saman og iðka trú sína. Þess vegna tengist arkítektinn ekkert almenningsáliti og tilviljanakenndu flökti þess. Hins vegar er Schauspieler algerlega upp á hina duttl- ungafullu áhorfendur sína kominn, áhorf- endur sem hafa sínar skoðanir á öllu, hann er háður öskrandi múgnum sem hrópar húrra eina stundina en baular aðra. En byggingarmeistarinn/arkítektinn á sér að- eins einn sálufélaga: söfnuðinn. Nú á tímum hefur Schauspieler rutt bygg- ingarmeistaranum til hliðar, hann nýtur vin- sælda meðal áhorfenda og þessi breyting bendir til þess að söfnuðurinn (eða samfé- lagið) hafi látið undan síga fyrir áhorfend- unum. Fólk kemur ekki lengur saman í nafni safnaðarins, heldur dreifir sér á hina TMM 1993:4 43
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.