Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Síða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Síða 57
grundvallarþátt skáldsöguformsins sem þegar er til staðar hjá Rabelais er það sem hann kallar margröddun í frásagnartækni. Þar á hann við að höfundurinn fléttar saman ólíkum viðhorfum, sjónarhornum, tjáning- armátum í eina heild sem saman stendur af mörgum röddum. Þetta er nátengt kjöt- kveðjuhátíðinni þar sem hver talar með sínu nefi og er gott dæmi um áhuga Rabe- lais á margröddun í V. kafla Gargantúa, þegar hann skráir niður öll þau orð sem látin eru flakka í ölteiti skömmu fyrir fæðingu Gargantúa (bls. 24-7). Önnur fagurfræði Fagurfræðin sem kemur fram í kjötkveðju- hátíðinni er allt önnur en sú sem venjulega hefur verið hampað í sögu vestrænnar menningar og því er ekkert skrýtið að orðið um hana — gróteska — sé jafnan notað í heldur neikvæðum skilningi. Þessi fagur- fræði er hins vegar undirstaðan í verkum Rabelais og raunar margra listamanna frá svipuðum tíma, eins og t.d. Hieronýmus Bosch eða Peter Breughel eldra. Hún hefur oft birst í listasögunni, og má sem dæmi nefna Max Ernst og marga aðra súrrealista. I frönskum nútímabókmenntum má nefna skáldsagnahöfundinn Céline sem fulltrúa hins kamívalíska anda. Svo virðist sem Rabelais hafi beinlínis ýmsa siði karnívalsins í huga þegar hann er að semja sögur sínar. Bakhtin tókst að fínna í lýsingum á kjötkveðjuhátíðum skoplegar athafnir sem virðast endurspeglast í atburð- um bókarinnar. Til dæmis má nefna fæð- ingu Gargantúa eftir taumlaust át móður hans á vömbum og óp hans eftir „Drykk! drykk! drykk!“ (bls. 31) sem Bakhtin segir að eigi sér samsvörun í frásögnum Goethe af því sem fyrir augu hans bar þegar hann var staddur á kjötkveðjuhátíð í Róm árið 1788. Gróteska fagurfræðin er allt það sem hin klassíska er ekki. Hefðbundin fagurfræði leggur áherslu á fullkomin og þar af leið- andi lokuð form, á jafnvægi og kyrrð. Hún forðast misræmi og ruglar ekki saman því sem ,,á ekki saman“. Klassíkin lítur til feg- urðar himinsins, til hins andlega. Að vissu leyti er hún í ætt við afstöðu raunhyggju- manna sem fyrr var getið, því reynt er að einangra hið eilífa og yfirskilvitlega í efn- inu, en horft er fram hjá efninu sjálfu og forgengileika þess. Fagurfræði kamívalsins leggur hins veg- ar áherslu á ójafnvægi og hreyfingu. Form- in eru ófullkomin, afskræmd og opin. Þetta síðastnefnda er greinilegt í verkum Rabe- lais, þar sem gjarnan er klifað á hinum ýmsu opum mannslíkamans: munninum, rassgatinu, o.fl. Eins er þar sífellt verið að rugla hefðbundnum flokkunum, t.d. í upp- talningunum frægu. Ekki er litið til himins og þaðan af síður leitað að hinu eilífa og óforgengilega, heldur er horft til jarðarinn- ar og frjómagns hennar: lífið er síbreytilegt opið form á leið frá moldu til moldar. Til að skýra betur muninn á klassískri fegurð og kamívalískri er gott að taka dæmi af verkum tveggja myndhöggvara sem uppi vom á 19. öld og íslendingum em kunn, þeim Alberti Thorvaldsen og Auguste Rod- in. Myndir Thorvaldsens byggja á hreinum og mjúkum formum og ekkert ósamræmi eða ójafnvægi truflar augað. Líkamamir eru fullkomnir, síungir. Tíminn hefur engin áhrif á þá, en það þýðir að þeir eru varla þessa heims. Þetta eru hugmyndir, en ekki lifandi verur. Myndir Rodins eru alger and- TMM 1993:4 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.