Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Qupperneq 57
grundvallarþátt skáldsöguformsins sem
þegar er til staðar hjá Rabelais er það sem
hann kallar margröddun í frásagnartækni.
Þar á hann við að höfundurinn fléttar saman
ólíkum viðhorfum, sjónarhornum, tjáning-
armátum í eina heild sem saman stendur af
mörgum röddum. Þetta er nátengt kjöt-
kveðjuhátíðinni þar sem hver talar með
sínu nefi og er gott dæmi um áhuga Rabe-
lais á margröddun í V. kafla Gargantúa,
þegar hann skráir niður öll þau orð sem látin
eru flakka í ölteiti skömmu fyrir fæðingu
Gargantúa (bls. 24-7).
Önnur fagurfræði
Fagurfræðin sem kemur fram í kjötkveðju-
hátíðinni er allt önnur en sú sem venjulega
hefur verið hampað í sögu vestrænnar
menningar og því er ekkert skrýtið að orðið
um hana — gróteska — sé jafnan notað í
heldur neikvæðum skilningi. Þessi fagur-
fræði er hins vegar undirstaðan í verkum
Rabelais og raunar margra listamanna frá
svipuðum tíma, eins og t.d. Hieronýmus
Bosch eða Peter Breughel eldra. Hún hefur
oft birst í listasögunni, og má sem dæmi
nefna Max Ernst og marga aðra súrrealista.
I frönskum nútímabókmenntum má nefna
skáldsagnahöfundinn Céline sem fulltrúa
hins kamívalíska anda.
Svo virðist sem Rabelais hafi beinlínis
ýmsa siði karnívalsins í huga þegar hann er
að semja sögur sínar. Bakhtin tókst að fínna
í lýsingum á kjötkveðjuhátíðum skoplegar
athafnir sem virðast endurspeglast í atburð-
um bókarinnar. Til dæmis má nefna fæð-
ingu Gargantúa eftir taumlaust át móður
hans á vömbum og óp hans eftir „Drykk!
drykk! drykk!“ (bls. 31) sem Bakhtin segir
að eigi sér samsvörun í frásögnum Goethe
af því sem fyrir augu hans bar þegar hann
var staddur á kjötkveðjuhátíð í Róm árið
1788.
Gróteska fagurfræðin er allt það sem hin
klassíska er ekki. Hefðbundin fagurfræði
leggur áherslu á fullkomin og þar af leið-
andi lokuð form, á jafnvægi og kyrrð. Hún
forðast misræmi og ruglar ekki saman því
sem ,,á ekki saman“. Klassíkin lítur til feg-
urðar himinsins, til hins andlega. Að vissu
leyti er hún í ætt við afstöðu raunhyggju-
manna sem fyrr var getið, því reynt er að
einangra hið eilífa og yfirskilvitlega í efn-
inu, en horft er fram hjá efninu sjálfu og
forgengileika þess.
Fagurfræði kamívalsins leggur hins veg-
ar áherslu á ójafnvægi og hreyfingu. Form-
in eru ófullkomin, afskræmd og opin. Þetta
síðastnefnda er greinilegt í verkum Rabe-
lais, þar sem gjarnan er klifað á hinum
ýmsu opum mannslíkamans: munninum,
rassgatinu, o.fl. Eins er þar sífellt verið að
rugla hefðbundnum flokkunum, t.d. í upp-
talningunum frægu. Ekki er litið til himins
og þaðan af síður leitað að hinu eilífa og
óforgengilega, heldur er horft til jarðarinn-
ar og frjómagns hennar: lífið er síbreytilegt
opið form á leið frá moldu til moldar.
Til að skýra betur muninn á klassískri
fegurð og kamívalískri er gott að taka dæmi
af verkum tveggja myndhöggvara sem uppi
vom á 19. öld og íslendingum em kunn,
þeim Alberti Thorvaldsen og Auguste Rod-
in. Myndir Thorvaldsens byggja á hreinum
og mjúkum formum og ekkert ósamræmi
eða ójafnvægi truflar augað. Líkamamir
eru fullkomnir, síungir. Tíminn hefur engin
áhrif á þá, en það þýðir að þeir eru varla
þessa heims. Þetta eru hugmyndir, en ekki
lifandi verur. Myndir Rodins eru alger and-
TMM 1993:4
55