Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Qupperneq 59
Þýða / þíða
Ætli Rabelais hefði ekki haft gaman af því
að vita að fimm öldum eftir að hann kom í
þennan heim, myndi ein af þessum fjarlægu
furðuþjóðum, sem hann hafði svo gaman af
að velta vöngum yfir, hafa fyrir því að þýða
hans kátlegu speki yfir á sína tungu.
Rabelais hafði mikla ást á erlendum tungu-
málum eins og sjá má í verkum hans, ekki
aðeins hinum fomu tungum menningar-
þjóðanna sem hann lofaði í frægu bréfi
Gargantúa til sonar síns Pantagrúls:
„grísku, en án kunnáttu í henni er smán
fyrir hvem mann að kalla sig lærðan; . . .
hebresku, kaldeísku og latínu" (bls. 194).
Hann unni einnig þeim málum sem töluð
vom á hans dögum. Það er hrein unun t.d.
að lesa kaflann þar sem Pantagrúll hittir
Panúrg í fyrsta sinn (bls 197-202). Panúrg
ávarpar hann á hvorki meira né minna en
tólf tungumálum, meira eða minna skrum-
skældum þó, og þar á meðal minnst tveimur
sem Rabelais hefur búið til sjálfur,
lantemsku og útópísku.
Aður hefur verið minnst á orðgnótt hjá
Rabelais og stafar hún öðrum þræði af ást á
orðum sem hvergi kemur betur fram en í
frægum kafla Fjórðu bókar (bls. 626-9),
kaflanum um frosnu orðin. Pantagrúll og
félagar hans hafa siglt norður að rönd ís-
hafsins og allt í einu berast til þeirra raddir
án þess að nokkur sjáist. Panúrg verður viti
sínu fjær af hræðslu en hinir halda ró sinni.
Skipstjórinn segir þeim að þetta séu orð sem
hafa frosið í kuldanum og séu nú að þiðna.
— Sjáið, sjáið, sagði Pantagrúll, hér eru
nokkur sem eru ekki enn þiðnuð.
Því næst fleygði hann á þilfarið handfylli
af frosnum orðum sem líktust sælgæti
skreyttu ýmsum litum. Við sáum nokkur
rauð orð og græn eins og á skjaldarmerkj-
um, himinblá orð, sendin orð, gullin orð.
Þegar við höfðum yljað þeim á milli handa
okkar bráðnuðu þau eins og snjór, og við
heyrðum þau efnislega, en við skildum þau
ekki því þetta var mál barbara. Aðeins eitt
var afbrigðilegt, allstórt, sem bróðir Jón
hafði hitað á milli handa sinna, og gaf það
frá sér hljóð ámóta og kastaníuhnetur sem
kastað er í glóð án þess að stungið sé á
þeim. Það var hvellur, og okkur varð öllum
bilt.
— Þetta var, sagði bróðir Jón, fallbyssu-
skot meðan það var og hét.
Ýmsir hafa orðið til að leggja út af sögu
þessari eins og oft hefur orðið raunin á
þegar verk Rabelais eru annars vegar. Ég
ætla að leyfa mér enn eina útleggingu og sjá
í frásögn þessari litla dæmisögu um hið
ritaða mál sem frystir á vissan hátt orðin á
blaðinu. í staðinn fyrir að deyja út, þá þiðna
þau og heyrast í hvert skipti sem einhver les
þau.
En þegar um erlend orð er að ræða þá
dugir ekki að þíða þau. Það þarf líka að
þýða þau. Mér er sagt að Erlingur E. Hall-
dórsson hafi unnið sitt merka verk að mestu
leyti norður við ísröndina, í Grímsey þar
sem hann var kennari. Ég þykist vita að
Rabelais hefði kunnað þessu staðarvali vel
og horft með velþóknun á Erling sitjandi
klofvega á norðurheimskautsbaugi, með
frosin orð hans milli lófanna og blásandi
anda sínum í þau til að þíða/þýða þau fyrir
samtímamenn sína. Hafi Erlingur þökk fyr-
ir að hafa iðjað svona lengi og svona vel og
leyft litríkum orðum Rabelais að hljóma á
meðal okkar.
TMM 1993:4
57