Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Qupperneq 59

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Qupperneq 59
Þýða / þíða Ætli Rabelais hefði ekki haft gaman af því að vita að fimm öldum eftir að hann kom í þennan heim, myndi ein af þessum fjarlægu furðuþjóðum, sem hann hafði svo gaman af að velta vöngum yfir, hafa fyrir því að þýða hans kátlegu speki yfir á sína tungu. Rabelais hafði mikla ást á erlendum tungu- málum eins og sjá má í verkum hans, ekki aðeins hinum fomu tungum menningar- þjóðanna sem hann lofaði í frægu bréfi Gargantúa til sonar síns Pantagrúls: „grísku, en án kunnáttu í henni er smán fyrir hvem mann að kalla sig lærðan; . . . hebresku, kaldeísku og latínu" (bls. 194). Hann unni einnig þeim málum sem töluð vom á hans dögum. Það er hrein unun t.d. að lesa kaflann þar sem Pantagrúll hittir Panúrg í fyrsta sinn (bls 197-202). Panúrg ávarpar hann á hvorki meira né minna en tólf tungumálum, meira eða minna skrum- skældum þó, og þar á meðal minnst tveimur sem Rabelais hefur búið til sjálfur, lantemsku og útópísku. Aður hefur verið minnst á orðgnótt hjá Rabelais og stafar hún öðrum þræði af ást á orðum sem hvergi kemur betur fram en í frægum kafla Fjórðu bókar (bls. 626-9), kaflanum um frosnu orðin. Pantagrúll og félagar hans hafa siglt norður að rönd ís- hafsins og allt í einu berast til þeirra raddir án þess að nokkur sjáist. Panúrg verður viti sínu fjær af hræðslu en hinir halda ró sinni. Skipstjórinn segir þeim að þetta séu orð sem hafa frosið í kuldanum og séu nú að þiðna. — Sjáið, sjáið, sagði Pantagrúll, hér eru nokkur sem eru ekki enn þiðnuð. Því næst fleygði hann á þilfarið handfylli af frosnum orðum sem líktust sælgæti skreyttu ýmsum litum. Við sáum nokkur rauð orð og græn eins og á skjaldarmerkj- um, himinblá orð, sendin orð, gullin orð. Þegar við höfðum yljað þeim á milli handa okkar bráðnuðu þau eins og snjór, og við heyrðum þau efnislega, en við skildum þau ekki því þetta var mál barbara. Aðeins eitt var afbrigðilegt, allstórt, sem bróðir Jón hafði hitað á milli handa sinna, og gaf það frá sér hljóð ámóta og kastaníuhnetur sem kastað er í glóð án þess að stungið sé á þeim. Það var hvellur, og okkur varð öllum bilt. — Þetta var, sagði bróðir Jón, fallbyssu- skot meðan það var og hét. Ýmsir hafa orðið til að leggja út af sögu þessari eins og oft hefur orðið raunin á þegar verk Rabelais eru annars vegar. Ég ætla að leyfa mér enn eina útleggingu og sjá í frásögn þessari litla dæmisögu um hið ritaða mál sem frystir á vissan hátt orðin á blaðinu. í staðinn fyrir að deyja út, þá þiðna þau og heyrast í hvert skipti sem einhver les þau. En þegar um erlend orð er að ræða þá dugir ekki að þíða þau. Það þarf líka að þýða þau. Mér er sagt að Erlingur E. Hall- dórsson hafi unnið sitt merka verk að mestu leyti norður við ísröndina, í Grímsey þar sem hann var kennari. Ég þykist vita að Rabelais hefði kunnað þessu staðarvali vel og horft með velþóknun á Erling sitjandi klofvega á norðurheimskautsbaugi, með frosin orð hans milli lófanna og blásandi anda sínum í þau til að þíða/þýða þau fyrir samtímamenn sína. Hafi Erlingur þökk fyr- ir að hafa iðjað svona lengi og svona vel og leyft litríkum orðum Rabelais að hljóma á meðal okkar. TMM 1993:4 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.