Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Síða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Síða 84
um með konu. I Svefnhjólinu verða konur á ýmsum aldri á órökvísri leið flakkarans, kannski er það alltaf sama stúlkan. „Skotta tekur hönd mína og við göngum krókaleiðir milli legstaða" (108). Og kannski eru allir biðlarnir úr Myllunni samankomnir í sögu- manni Svefnhjólsins, einnig draugurinn Mýramóri, því sögumaðurinn er — að minnsta kosti í einhverjum skilningi — aft- urganga og kvittar fyrir sig með þeirri nafngift í bókarlok. Þessi saga Gyrðis, sem felur í sér áleitna ígrundun um einveru eins og fleiri verk hans, er sögð af persónu sem mókir í senn og flakkar á mörkum lífs og dauða. Þetta einkennilega samband móks og flakks — sem hvorttveggja kann að liggja nærri hjarta skáldskaparins — eiga skáld- sögurnar sameiginlegt. En hvorki þar né annarstaðar eru textatengsl verkanna þó augljós eða æpandi. Þetta á einnig við um það atriði þegar sögumaðurinn finnur bók Boruta. Lesendur geta hindrunarlaust notið sögu Gyrðis þótt þeir þekki ekki til hins litháíska verks eða telji þetta kannski vera tilbúinn titil á bók sem ekki er til. En fyrir þá sem þekkja til Myllunnar opnast tengsl, og söguheimar verkanna taka að kallast á. Þetta getur gerst í smáum atriðum jafnt sem stórum. Vitinn við sjávarsíðuna í Svefnhjól- inu kann að birtast okkur sem íslenskt af- brigði af myllunni á bökkum Otravatns, ekki síst þegar sögumaðurinn gengur í draumi „áleiðis að vitanum, en án fyrirvara eru vaxnir á mig hófar, járnaðir, og í hverju spori glymur málmur við stein“ (116). Og þá rifjast upp að við fáum aðeins einu sinni að heyra nafn sögumanns, hann kveðst heita Davíð þegar stelpa nokkur spyr hann nafns. Skömmu síðar kallar strákur, sem stendur við gulan brunahana, til hans: „Brennið þið vitar!“, það er að segja ljóð- línu frá Davíð Stefánssyni, sem verður verulega tvíeggjuð þegar sögulok Myllunn- ar eru höfð í huga. Þetta kann að hljóma skipulega þegar túlkað er, en lestramautnin hlýst ekki síst af því að villast fram og aftur milli verkanna, þar sem leiðsögutáknin, mylla og viti, brenna; hvort sem það þýðir að þau lýsi okkur eða hverfí. Og myllan er raunar líka litla bláa sumarhúsið á sjávarbakkanum, þar sem ferð Davíðs endar og hefst, hús sem sagan hringsnýst um líkt og mylluvængirn- ir snúast um híbýli Barð-Helga og Júrgu og teygja sig þó jafnframt út yfir allan sögu- heim Boruta. Sá heimur birtist okkur iðu- lega sem hvolf er markast af sveitinni, vatninu og himninum. Myllan er sú vél sem myndar samfelldan hring úr jarðneskum vemleika og yfimáttúrulegum öflum, hún hringsnýr lífmu milli þessara lífsþátta hinn- ar þjóðsagnakenndu og óslitnu heildar. í sögulok fellur þessi heimur í rúst með myll- unni, um stormasama vomótt — og fram á sviðið stígur síðari tíma sögumaður sem reynir öðrum þræði að skýra dularfulla hlið verksins á náttúmlegan hátt. Náttúmsýnin í lokaorðum verksins er þó engan veginn einhlít: „Dögunin flæðir æ hærra upp í himinhvolfið, storminn lægir og allt hverf- ur. Aðeins Otravatnið tæra lognmollar inn á milli furuskóganna, líkt og ævintýr“ (270). Hvolf og hvelftngar hafa löngum ein- kennt myndskynjun í verkum Gyrðis, og því er ekki nema eðlilegt að himinhvelfing- in úr Myllunni sé aufúsugestur, þótt heldur sé það grátt afbrigði hennar: „himinninn gráleitur einsog mylluhjól og dráttarvélin á mylluhjólum“ (66); í síðasta bókarhluta fer sögumaður með einni skottunni, sem er 82 TMM 1993:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.