Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Blaðsíða 86
tákn mannsandans. Hann er í senn merki
rúms og tíma; hann vísar til mannsævinnar,
árstíða og fastrar hrynjandi náttúrunnar;
eins er hann annarsvegar tákn hreyfingar,
ferðar og þar með breytinga og hinsvegar
endurtekningar, heimkomu, kyrrstöðu.
Hann er sumstaðar tákn jafnvægis eða sátt-
ar sem myndast með andstæðum. Hann er
tákn afmörkunar og skilur á milli inniveru
og þess sem úti er. Hringsnúningur getur
líka verið svelgur eða sog og hringurinn því
einnig tákn tóms (ops/óps?).
Hringformið sem slíkt gefur því túlkanda
engin einföld svör, heldur sogar hann inn í
það ferli skilnings sem einmitt hefur verið
nefnt túlkunarhringur. Við skiljum hvern
hlut með því að staðsetja hann í heildarsam-
hengi en um leið breytir hann skilningi
okkar á því samhengi; eins skiljum við
líðandi stund með hliðsjón af fortíð, og
nútíðin breytir um leið fortíðarmynd okkar.
Hringform verkanna kallast því á við sjálfa
ferð okkar til skilnings inn í textann. Þegar
við förum að auki hringleið úr einu verkinu
í annað skerpist vitund okkar fyrir því
hvernig túlkunarhringir verkanna skapa
bókmenntasögu.
,,Lestur“ Svefnhjólsins á Myllunni á
Barði vekur athygli á þeim textum sem
Boruta hefur sjálfur dregið að sér á sköpun-
arferð um fortíðina. Myllan er nútímaverk
en hún er mettuð af þjóðsögum og vætta-
málum sem hefur verið,, snúið“ yfir í form-
gerð skáldsögu. Sem þýdd saga leiðir hún
huga manns einnig að því hversu mörg
veraldarinnar fyrirbæri eru bókmenntákyns
í vitund íslendinga. Vindmylla er til dæmis
fyrst og fremst bókmenntafyrirbæri hér á
landi, en ekkert minni veruleiki fyrir það.
Hið sama á við um margt annað sem hingað
berst, til dæmis ýmis konar verur og dýr í
þýddum ævintýrum, sem Gyrðir Elíasson
hefur einmitt verið ófeiminn við að láta
birtast í söguheimum sínum. Og þjóð-
sagnaefni Myllunnar fær einmitt ríkulegan
enduróm í Svejhhjólinu, því furðuheimur
þess rúmar jafnt erlent lífríki sem íslenskt;
einnig þau landamæri eru rofin. Saman
held ég að þessi verk birti okkur merka
þætti fantasíu og töfraraunsæis á íslandi á
því tímabili endurmats sem ég vék að fyrr
í þessari ritgerð. Sé það rétt tel ég ljóst að
rýni í textatengsl geti meðal annars verið
frjó leið til skilnings á bókmenntasögu. Því
hvert einasta skáldverk hefur í sér fólginn
innri lestur á samhengi sínu, einskonar
mylluhjól sem það snýr fyrir hugskotssjón-
um lesandans.
Tilvitnanir og athugasemdir:
1 Um þessa teiknimyndasögu er getið á bls. 130 í
Svejhhjólinu, Mál og menning 1990 — eftirleiðis
verður vísað til þessarar útgáfu með blaðsíðutali
innan meginmáls. Lesanda varð í raun ekki að-
eins hugsað til þess Gangandi íkoma sem Mál og
menning gaf út 1987, heldur einnig til samnefnds
verks sem Gyrðir skrifaði, myndskreytti og
saumaði á Husquamasaumavél haustið 1966,
fimm ára gamall. Þessi frumgerð íkornans var
gefin út í 30 eintökum á Sauðárkróki 1991 (sú
útgáfa er myndskreytt af Rökkva Sigurlaugs-
syni). Á titilsíðu er tekið fram að bókin sé gefin
út á vegum 4. aprílnefndar, Myrkfælnisjóðs og
forlagsins Norðan niður. Innan á titilsíðu Svefn-
hjólsins stendur: „Gefið út með andlegum styrk
úr Myrkfælnisjóði." Hér erum við komin út í
önnur textatengsl en til stóð að ræða í þessari
grein, en þó em líka tengsl þar á milli.
2 Sjá t.d. Ulrich Weisstein, Comparative Literature
and Literary Theory, Indiana University Press,
Bloomington 1974 og Susan Bassnett, Compara-
tive Literature: A Critical Introduction,
Blackwell, Oxford, Engl. og Cambridge, Bandar.
1993.
84
TMM 1993:4