Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Qupperneq 86

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Qupperneq 86
tákn mannsandans. Hann er í senn merki rúms og tíma; hann vísar til mannsævinnar, árstíða og fastrar hrynjandi náttúrunnar; eins er hann annarsvegar tákn hreyfingar, ferðar og þar með breytinga og hinsvegar endurtekningar, heimkomu, kyrrstöðu. Hann er sumstaðar tákn jafnvægis eða sátt- ar sem myndast með andstæðum. Hann er tákn afmörkunar og skilur á milli inniveru og þess sem úti er. Hringsnúningur getur líka verið svelgur eða sog og hringurinn því einnig tákn tóms (ops/óps?). Hringformið sem slíkt gefur því túlkanda engin einföld svör, heldur sogar hann inn í það ferli skilnings sem einmitt hefur verið nefnt túlkunarhringur. Við skiljum hvern hlut með því að staðsetja hann í heildarsam- hengi en um leið breytir hann skilningi okkar á því samhengi; eins skiljum við líðandi stund með hliðsjón af fortíð, og nútíðin breytir um leið fortíðarmynd okkar. Hringform verkanna kallast því á við sjálfa ferð okkar til skilnings inn í textann. Þegar við förum að auki hringleið úr einu verkinu í annað skerpist vitund okkar fyrir því hvernig túlkunarhringir verkanna skapa bókmenntasögu. ,,Lestur“ Svefnhjólsins á Myllunni á Barði vekur athygli á þeim textum sem Boruta hefur sjálfur dregið að sér á sköpun- arferð um fortíðina. Myllan er nútímaverk en hún er mettuð af þjóðsögum og vætta- málum sem hefur verið,, snúið“ yfir í form- gerð skáldsögu. Sem þýdd saga leiðir hún huga manns einnig að því hversu mörg veraldarinnar fyrirbæri eru bókmenntákyns í vitund íslendinga. Vindmylla er til dæmis fyrst og fremst bókmenntafyrirbæri hér á landi, en ekkert minni veruleiki fyrir það. Hið sama á við um margt annað sem hingað berst, til dæmis ýmis konar verur og dýr í þýddum ævintýrum, sem Gyrðir Elíasson hefur einmitt verið ófeiminn við að láta birtast í söguheimum sínum. Og þjóð- sagnaefni Myllunnar fær einmitt ríkulegan enduróm í Svejhhjólinu, því furðuheimur þess rúmar jafnt erlent lífríki sem íslenskt; einnig þau landamæri eru rofin. Saman held ég að þessi verk birti okkur merka þætti fantasíu og töfraraunsæis á íslandi á því tímabili endurmats sem ég vék að fyrr í þessari ritgerð. Sé það rétt tel ég ljóst að rýni í textatengsl geti meðal annars verið frjó leið til skilnings á bókmenntasögu. Því hvert einasta skáldverk hefur í sér fólginn innri lestur á samhengi sínu, einskonar mylluhjól sem það snýr fyrir hugskotssjón- um lesandans. Tilvitnanir og athugasemdir: 1 Um þessa teiknimyndasögu er getið á bls. 130 í Svejhhjólinu, Mál og menning 1990 — eftirleiðis verður vísað til þessarar útgáfu með blaðsíðutali innan meginmáls. Lesanda varð í raun ekki að- eins hugsað til þess Gangandi íkoma sem Mál og menning gaf út 1987, heldur einnig til samnefnds verks sem Gyrðir skrifaði, myndskreytti og saumaði á Husquamasaumavél haustið 1966, fimm ára gamall. Þessi frumgerð íkornans var gefin út í 30 eintökum á Sauðárkróki 1991 (sú útgáfa er myndskreytt af Rökkva Sigurlaugs- syni). Á titilsíðu er tekið fram að bókin sé gefin út á vegum 4. aprílnefndar, Myrkfælnisjóðs og forlagsins Norðan niður. Innan á titilsíðu Svefn- hjólsins stendur: „Gefið út með andlegum styrk úr Myrkfælnisjóði." Hér erum við komin út í önnur textatengsl en til stóð að ræða í þessari grein, en þó em líka tengsl þar á milli. 2 Sjá t.d. Ulrich Weisstein, Comparative Literature and Literary Theory, Indiana University Press, Bloomington 1974 og Susan Bassnett, Compara- tive Literature: A Critical Introduction, Blackwell, Oxford, Engl. og Cambridge, Bandar. 1993. 84 TMM 1993:4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.