Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Síða 95

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Síða 95
hvað varðar efnisval. í þeim finnast varla bækur eftir sígilda höfunda, innlenda eða erlenda, þótt ekki sé komið jafn illa fyrir þeim og kvenna- og hommabókmenntum í bókabúðum í Þýskalandi og á Bretlandi. Vegna jafnréttisbaráttu kvenna og samkyn- hneigðra hafa í þeim verið gerð sérstök skilningsrík skúmaskot fyrir bækur þeirra og þá hreinlyndu gægj umenn sem langar að „kíkja á hverjir fara í skotin og hljóta að vera eins og þau“. Áður voru hér í mörgum verslunum bæk- ur á skandinavísku málunum, þýsku, ensku og jafnvel frönsku, nú sjást varla aðra bæk- ur en á ensku og helst þær sem höfða til gyllts augnayndis. Sú bókabúð í Reykjavík, sem er talin vera ágætust, er rekin á vegum stúdenta. Skýringin á þessu er líklega sú, að bókmenntimar hafa færst frá almenningi inn í Háskólann, á sama hátt og í Bandaríkj- unum, til að sníða af þeim agnúa og kaffæra síðan í kennaravisku. Merkari bókmennta- verk mega ekki lengur ná andanum nema í kennslustofum, í loftinu frá anda skóla- spekinnar. Þá myndast sú eðlilega mótsögn, að því meira sem menn læra og í þá er troðið af menningarþáttum, því skemur ná áhuga- málin. íslensk bókmenntafræði (og gagnrýni), hefur eflaust mótast af áður nefndu. Líkt og annað í samfélaginu veit hún ekki hvernig væri best að nálgast það sem hún getur ekki án verið. Vegna umbrota í vestrænum sam- félögum, hinu íslenska líka, hafa ýmsar skýrar línur máðst út um stundarsakir nema í kynskiptingunni, því í heiminum eru heildir karla og kvenna næstum jafn stórar, og í það halda kvennabókmenntirnar dauðahaldi. Aftur á móti er boðorðið ekki lengur það, að skilja beri skáldsögur og leggja mat á þær eftir því, hvort þær eru fylgjandi kommúnisma eða auðvaldinu. En það er hægt að vega þær og meta eftir því hvort þær eru með eða á móti konum. Hið einfalda viðhorf Krists: sá sem er ekki með mér er á móti mér, er í margra augum aðgengilegra og heimilislegra en hin stóru, flóknu hugmynda- og hugsanakerfi sem uxu úr grasi á Grikklandi fyrir tíma „Frels- arans“. í kalda stríðinu og í lok þess kom sér vel hið einfalda viðhorf, einkum fyrir þröngsýnt fólk sem kunni ekki að vera frjálst og tók fegins hendi nýrri kenningu um heimsmynd sem var hæfilega lík hinni gömlu. Munurinn á orðalagi var mátulega mikill: barátta kynjanna var mildari en stríð heimsvelda. Viðhorf til bókmennta á íslandi hefur allt- af verið sérstakt. Hér hafa aldrei verið til fagurbókmenntir. Nytsemdarsjónamiðið hefur verið jafn ríkjandi í skáldskap og á öðrum sviðum, svo sem í viðhorfi okkar til manna og landsins. Eg get ekki farið náið út í fagurfræði nytsemdanna. Sú skoðun er elst og hefur verið lífseigust, að bókmenntir hafi ekki annað gildi en það sem felst í notagildinu sjálfu. Sögur eru fallegar sem lýsa samúð með lítilmagnanum, ef hann hefur aðeins þær líkamlegu þarfir að tárast og langa í mat og peninga, og þær eru góðar ef þær gefa í lokin lesendum „sem sjá sig í persónunum“ von um vasaklútasett, tvo kartöflupoka og mikla peninga. Sú skoðun er yngri, þegar talið var að skáldsögur ættu að vera mönnum öðru fremur upplyfting, helst á kvöldin og um helgar, en aukið dansleikjahald og tilkoma nikkunnar leystu þannig bókmenntir af hólmi. Á tímum kreppunnar kringum 1930 kom fram splunkuný krafa, aðallega frá mönnum sem höfðu lært í Berlín, að bókmenntir ættu ekki að vera upplyfting, svo orðalaginu var TMM 1993:4 93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.