Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Qupperneq 8
Hallfríður Jakobsdóttir
Gröndal og gróteskan
tilraun til túlkunar á Gandreiö Benedikts Sveinbjarnarsonar Gröndals
Grótesk lífssýn —
frá karnivalmenningu miðalda til rómantíkur
í ritgerð sinni „Um vísindi, skáldskap og listir á miðöldum“ fjallar Benedikt
Gröndal um svokölluð „mysteria“, en því nafni nefndust „guðrækileg leikrit"
sem nutu mikilla vinsælda á miðöldum. „Urðu þau svo almenn,“ segir
Benedikt, „að loddarar léku þau í fjalabúðum á torgum úti“.1 Leikjunum lýsir
hann með svofelldum hætti: „Oft var það að ‘mysteria’ þessi voru látin fara
fram á þrem stöðum í einu, í helvíti, á jörðinni og í himnaríki, og var
leiksviðið þá með þremur pöllum. Efni leikritanna var stundum skáldlegt,
en það gat eigi notið sín, því meðferðin lýsti fákænsku og smekkleysi; öllu
var hrúgað saman án hugsunar og reglu, veraldlegu og andlegu, guðlegu og
óguðlegu, og aldrei mátti fífl vanta til að fremja allskyns skrípalæti, þó
leikritið væri alvarlegt og efnið tekið úr heilagri ritningu“ (R.III/85). Þetta
smekklausa leikhús markaðstorgsins, eins og Benedikt kallar það, á engu að
síður ættir að rekja til sömu róta og skopleikur hans sjálfs sem hér er til
umfjöllunar, nefnilega til ævafornrar heimspeki hins gróteska raunsæis.
Hvað blómlegasta útrás fékk þessi eldforna lífssýn í karnivalmenningu
miðalda en öðlaðist síðar aukna félagslega dýpt er hún var hafin til vegs í
bókmenntum endurreisnar. Ber þar hæst verk Fran^ois Rabelais sem, að
sögn Mikhails Bakhtíns, voru uppgötvuð og hyllt af forkólfum rómantíkur-
innar, án þess þó að þeir næðu að skilja þau til fulls.
Grótesk lífssýn einkennist af andófi gegn öllu sem er endanlegt og fágað,
gegn hvers kyns opinberum sannleika og tilbúnum lausnum á sviði hugsun-
ar og heimsskoðunar. Það var því að vonum að alþýðumenning evrópskra
miðalda sem grundvallaðist á þessari heimspeki drægi að sér athygli róman-
tíkeranna sem voru að brjótast út úr formfestu nýklassíkur. En það sem varð
utangarðs í rannsóknum Herders og annarra kenningasmiða stefnunnar,
segir Bakhtín, var markaðstorgið og hláturmenningin. Áhugi þeirra beindist
fyrst og fremst að goðafræðinni, alþýðukveðskapnum og epíkinni.2
Á síðari hluta 18. aldar brutust út deilur í Þýskalandi um Harleldn,
þjóninn og elskhugann kátbroslega sem var ein aðalfígúran í fastmótuðu
6
TMM 1994:3