Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Qupperneq 10
Kjarninn í heimspeki gróteskunnar er vömbin. Hún var sigurtákn manns-
ins í ógnvekjandi veröld, líkamleg gröf sem gleypir heiminn og eyðileggur
jafnframt því sem úrgangur hennar hefur í sér fólgið frjómagn sem stuðlar
að nýju og frjósamara lífí. Táknræn merking vambarinnar er því ævinlega
tvíþætt, hún stendur fyrir hvort tveggja í senn, líf og dauða. í gróteskum
heimi er hin „mikrókosmíska“ hringrás spegilmynd þeirrar „makró-
kosmísku“, vömbin hliðstæða hinnar sem kennd er við móður jörð, grafar-
innar sem gleypir hinn dauða, er aftur frjóvgar heiminn með leifum sínum
og býr í haginn fyrir nýtt líf og frjórra. Grótesk lífssýn er þess vegna í eðli
sínu „útópísk“, hún gerir ráð fyrir æ gróskumeira mannlífi á jörðu. Sam-
kvæmt heimspeki hins gróteska raunsæis er raunveruleg framtíð mannkyns-
ins beinlínis fólgin í neðri hluta líkamsstarfseminnar — meltingu, getnaði
— sem ber í sér frjómagn og tryggir því ódauðleika. Af sjálfu leiðir að
úrgangurinn verður í þessari heimsmynd jákvætt efni og gleðiríkt og kyn-
færin kóróna mannsins. Eins er um dauðann, hann er á sinn hátt jákvæður
og ævinlega þungaður nýju lífi, hann er ekki einstaklingsbundinn, heldur er
hér allt samtvinnað í eina órofa lífskeðju, maður, náttúra og hin kosmísku
öfl. í lifandi karnivalmenningu var hláturinn þess vegna ævinlega tvíræður,
hann var ekki eintómt spott og niðurrif eins og verða vill í nútímasatírunni,
heldur var hann jafnframt þrunginn gleðiríkri sigurvímu, í honum var fólgin
hvort tveggja aftignun og endurnýjun, hann jarðar og endurlífgar. Hann
beinist að öllu og öllum, þeim sem hlær jafnt sem öðrum, því að allir eru
seldir undir sama lögmál ófullkomleikans, fyrir öllum liggur að deyja og
endurnýjast. Hláturmarkið er hin kómíska hlið heimsins alls.
Með klassísismanum er hinn fágaði líkami, „líkt og skírður af öllu grómi
fæðingar og þróunar“ (R/25), hafinn til vegs. Einstaklingsbundinn og ein-
angraður líkami sem er skýrt aðskilinn frá öllum öðrum líkömum. Þótt þessa
viðhorfs hafi verið farið að gæta á endurreisnartímanum þá lifði hin gróteska
lífssýn áfram í listrænni og hugmyndafræðilegri vitund tímans, segir Bakht-
ín. Hvað sem leið allri aðgreiningu og sundrun klippti endurreisnarraunsæið
aldrei á „naflastrenginn sem tengdi líkamann við frjósamt móðurlíf jarðar"
(R/23). Á sautjándu öld og fyrri hluta þeirrar átjándu, þegar klassísisminn
ríkti á öllum sviðum lista og bókmennta, var gróteskan á hinn bóginn gerð
útlæg úr æðri bókmenntum. Það er á þessu skeiði sem smátt og smátt fer að
þrengja að hinni lifandi karnivalmenningu. Ríkið seilist í æ ríkara mæli inn
á umráðasvæði hátíðahalda og skrúðgangan leysir markaðstorgið af hólmi,
eða hátíðahöldin flytjast inn á heimilin og verða hluti af einkalífi fjölskyld-
unnar. Hinn frelsandi karnivalandi sem horfði með slíkri bjartsýni til fram-
tíðar umbreyttist smátt og smátt í ósköp venjulegt hátíðaskap. Hátíðin hætti
nánast alveg að vera annað líf fólksins, tímabilsbundin endurfæðing þess og
8
TMM 1994:3