Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Síða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Síða 11
endurnýjun. En Bakhtín undirstrikar orðið „nánast“, vegna þess að frumorsök karnivalsins verður að hans dómi aldrei með öllu upprætt. (R/33-34) Gróteskan erfist því til rómantíkur sem hreinræktuð bókmenntahefð að segja má. Þar sem miðalda- og endurreisnar- gróteskan var í lifandi tengslum við alþýðumenninguna og þess vegna sammannleg upplifun, varð hún í meðförum for-rómantíkur og rómantíkur tjáning huglægrar, persónubund- innar heimssýnar. Hún varð að „einstaklingsbundnu karnivali" sem mark- aðist af sterkri einangrunartilfmningu. (R/37) í rómantískri grótesku verður róttæk umbreyting á tvíræðum hlátri karnivalmenningarinnar. Jákvætt endurnýjunarafl hans hopar nánast alfar- ið fyrir köldum húmor þar sem niðurrifið situr í fyrirrúmi. Eins er um myndmálið. Kynfæri, át, drykkja og saurlát eru ekki lengur hlaðin hinni heimspekilegu aukamerkingu, heldur flyst merking þessarar starfsemi yfír á hið einstaklingsbundna plan og snýst upp í léttúð og groddaskap. Sú umbreyting sem varð á hlátrinum — að hann skyldi glata endurnýj- unarmættinum — leiddi til þess að heimur rómantískrar grótesku varð með vissum hætti ógnvekjandi veröld. Okkar eiginn heimur verður ókennilegur, segir Bakhtín, hið kunnuglega birtist okkur sem eitthvað framandlegt og truflandi. Alþýðumenningin umhverfði öllu sem þrúgaði og skelfdi í skopleg skrímsli sem hún sigraðist á með hlátri, en myndmál rómantískrar grótesku endurspeglar yfirleitt ótta við heiminn og miðar að því að miðla þessum ótta til lesandans.(R/38-39) Með öðrum orðum, rómantísk gróteska er nóttinni og myrkrinu vígð, alþýðugróteska einkennist af birtu. Hún er hátíð vorsins, sólarupprásarinnar, morgunsins. (R/41) Nýjungin sem kom fram með rómantíkinni var „uppgötvun hinnar huglægu veru með allri sinni dýpt, margbreytileika og óþrjótandi lindum“, eins og Bakhtín orðar það, uppgötvun hins „ófullgerða innri heims“ sem miðalda- og endurreisnar-gróteskunni var með öllu ókunnugt um.(R/44) Brautryðjandaverk á þessu sviði er Tristram Shandi eftir Laurence Sterne þar sem heimssýn Rabelais og Cervantesar er flutt með „sérkennilegum“ hætti yfír á huglægt tungumál hins nýja tíma.(R/36-37) Þessi uppgötvun róm- antíkeranna er að mati Bakhtíns lýsandi dæmi um hið listræna og leitandi afl sem grótesk aðferð hefur í sér fólgið. Breytt viðhorf tímans til hins efnislega og líkamans lýsir sér glöggt í því að nítjánda öldin hneigðist til að líta á verk Rabelais — sem og annarra endurreisnarhöfunda — sem talandi dæmi um viðreisn holdsins andspænis hreinlífísinnrætingu miðalda, en útópískan anda hins holdlega myndmáls, sem hjá Rabelais fléttaðist svo snilldarlega saman við hið félagslega og sögulega, sást mönnum yfir. TMM 1994:3 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.