Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Qupperneq 13

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Qupperneq 13
sá maður sem hann dáði hvað mest, en jafnframt fékk hann í skjóli skopsins veitt óhefta útrás gremju sinni í garð Dana — og þá ekki síst þarlendra blaðamanna sem hann lét ekki af að lasta ævina á enda — og skandínavism- ans sem, með röngu að hans dómi, taldi sig vera handhafa hins fornnorræna anda eða beinlínis „hin endurfædda fornöld sjálf' (R.III/118). Gandreiðin í ljósi grótesk-karnivalískrar hugmyndafræði Þótt Benedikt Gröndal hafi verið „sá íslendingur samtíma síns, sem fyndn- astur gat verið,“ var skopskyni hans „að því leyti áfátt, að það náði ekki til hans sjálfs11, segir Ingvar Stefánsson.(IS/52) Þarf heldur enginn að velkjast í vafa um það að höfundur Gandreiðarinnar setur sig ofar þeim persónum sem hann dregur hér sundur og saman í háði. Gandreiðin er einhliða ádeila, höfundur hennar er sá sem sannleikann hefur í höndum sér. Af lýsingu Benedikts á sjálfum sér barnungum mætti ætla að gróteska hafi verið honum í blóð borin: „Af náttúru var ég fúll og einrænn, nokkuð hneigður til grófyrða . .. ég fékkst við að smíða, eins og börn gera; þá kom lektor einu sinni og spurði: ‘hvað ertú að smíða deingu minn?’ ‘Ég er að smíða hlandfor’, sagði ég með innilegri fýlu ...“ 5 í grótesku myndmáli er eins og að líkum lætur höfuðáhersla lögð á þá líkamshluta sem opna sig fyrir heiminum, hluta sem heimurinn fer inn um sem fæða og skilar sér út úr sem úrgangur. I Gandreiðinni verður þetta þema hvað ágengast í tengslum við skáldskap ögmundar dytts sem höfundur setur sig hvergi úr færi við að „niðra“. Um skáldskap og stíl þeirra Gísla Brynjúlfssonar og Eiríks Jónssonar, sem engum duldist að væru fyrirmyndir að höfuðpersónum leiksins, þeim Gunnari helmingi og Ögmundi dytt, er fjallað í grein sem helguð er hinum síðarnefnda í nóvemberhefti Sunnanfara frá árinu 1896. Þar segir svo: Það var tíska í Höfn á yngri árum Eiríks meðal þeirra sem mest feingust við fornritin, að stæla stýlsmátann á þeim, og vildu þeir rita málið að öllu leiti eins og það er á fornritunum. Sumir þeirra fóru svo langt í þessu að þeir sóttust eftir óvanalegum og þung- skildum orðum og orðatiltækjum og líktu eftir því; gerðu þeir það meðfram að gamni sínu. Mest ber á þessu hjá Gísla Brynjúlfssyni og Eiríki Jónssyni. Báðir rituðu einkennilegan stýl og er málið hjá þeim ramíslenskt og kjarngott, en skrúfað og torskilið. Þetta hefur verið kölluð tirfhi og er það myndað af torf, en eigi vitum vjer hvernig það er til komið, nema svo sje, að svo hafí þótt sem þeir ristu torf úr fornmálinu. Þeir ortu eftir fornkvæðunum svo myrkt og torskiljanlega að miklu er verra að skilja sumt það er þeir kváðu en fornskáldin. Eiríkur er vel hagorður og ljet oft fjúka í kviðling- um á yngri árum.6 TMM 1994:3 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.