Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Síða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Síða 15
auðheyrt að þú hefr verið einhvers staðar aftarlega, þegar Óðinn spjó Sutt- ungamiðinum" (20), segir djöfullinn, þegar Ögmundur hefur skemmt sel- skapnum í neðra með skopstælingu á kvæði eftir Hallgrím Pétursson, sem ort er út af heilagri ritningu. Hér er aftignunin orðin víðtækari og nær til þeirrar listar sem hefur verið haldin göfugust með þjóðinni og talin er hafa risið hvað hæst með Hallgrími. Hafi Benedikt verið viðkvæmur fyrir sinni eigin persónu gat hann alltént skopast að því sem honum var „heilagt“. Goðið sem hann dýrkaði mest, „sá hinn einasti kennari sem skáldin hafa“ (R.III/133), verður dæmigerð karnivalísk persóna í þessum leik. Óðinn er dreginn með skoplegum hætti niður á mannlegt plan, svo breysklegt, að við liggur að líkja megi honum við Hróbjart brennivínsberserk sem skýtur upp kolli í stiftamtmannsveislunni undir lok leiksins. Líkamlegar þarfir hans eru mjög í brennidepli og málfar hans jaðrar við slangur, ívafið fornum endingum og kryddað með dönskum og latneskum slettum. Hann setur upp hálfipela fýrir goðasvarið og berst við að halda logandi í vindilstubbi sem einhver „Skandínav“ — böndin berast að Ögmundi7 — hafði skilið eftir sig í Valhöll. Hann les dönsku blöðin í rúminu á morgnana á meðan hann er að drekka „kaffeð“ sitt. Hann er tæpur í maga og illa haldinn af kveisu eftir bauna-át — sem hér er án efa tvíræðrar merkingar, enda er látið að því liggja að kveisan herji á goðið í kjölfarið á komu Ögmundar. Sér til heilsubótar falast hann eftir því við Frigg hvort ekki sé eftir lögg á bitterflöskunni „síðan í gær“. Hann sprangar líka um á nærbux- unum í Valhöll, og þótt hann sé skáldaguð er hann ekki undanþeginn frumstæðustu þörfum frekar en dauðlegt mannkynið, við fáum að vita að Óðinn notar „theologisk collegia“ frá Magnúsi Eiríkssyni (Frater) fyrir „folia tergendi“. Samfara þeirri afhjúpun kemur á daginn að kynni sín af Lúter hefur Bragi af þessu „þarfaþingi“ föður síns á Valhallarkamrinum. Er þessi uppákoma ekki síst skondin fyrir þá sök, að flogið hefur sú fiskisaga að andinn hafi komið yfir meistara Lúter undir sömu kringumstæðum. Ekki verður betur séð en aftignunin hjá Benedikt birtist hér í sinni heimspekilegu dýpt. Með því að aftigna skáldskapinn og skáldskaparguðinn á þann hátt sem hann gerir, er hann í raun að jarða forna skáldskaparmálið sem menn voru svo fastheldnir á, og þá ekki einungis þeir einstaklingar sem hann hefur hér að skotspæni, heldur má ráða það af ritgerð hans „Nokkrar greinir um skáldskap“ að fleiri hafi aðhyllst fornmálið. Benedikt vill jarða skáldskaparmálið til þess að það megi endurnýjast og laga sig að breyttum anda tímans. í „Svari til Norðra“, þar sem Benedikt sendir Sveini Skúlasyni óblíðar kveðjur fyrir ritdóm um kvæðakver sitt, kemur í hnotskurn fram skoðun hans á þeirri dómgreindarlausu fornaldardýrkun sem lá í tíðarandanum að TMM 1994:3 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.