Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Síða 17
veru fáum við í kveðskap Baldurs í Valhallarþættinum sem hefst á þessum
merkingarþrungnu orðum:
„Hann er vorden ruglet í rimet...“ (33)
Höfuðpersónur leiksins eru eins og fyrr segir þeir Gunnar helmingur og
Ögmundur dyttur, sem af orðum Gunnars helmings má ráða að sé ekki nema
hálfur maður: „Vert’ ekki að glotta svona, Ögmundr, því þú skalt vita, að ég
er ekki kallaðr Gunnarr helmingr fyrir það, að ég sé þorskhelmingr eða
þyrsklingshelmingr, heldr af því ég er helmingi meiri en þú, Mundi, sem ekki
hefr nema eitt auga og einn fót“ (10).
Pör voru einkennandi fyrir hugsunarhátt karnivalsins. Frægasta dæmið
úr bókmenntasögunni eru vafalaust þeir Don Kíkóti og Sancho Panza, þar
sem mætast þröngsýnn alvarleiki hugsjónamannsins og gleðiríkur efnisleiki
átvaglsins (panza - ístra). Var ýmist að pörin voru valin með tilliti til
andstæðna, eins og í ofangreindu dæmi, eða líkinda, þá sem eins konar
tvífara- eða tvíburaþema.(D/126) Tvímenningarnir í Gandreiðinni eiga
vísast rætur að rekja til þessarar hefðar og koma samsemd þeirra og líkindi
einna gleggst fram í því að Ögmundur verður ævinlega eins og bergmál af
Gunnari þegar „ævistarf* þeirra, Njálu og Tristramssögu, ber á góma. Þetta
bergmál er það sem síðast ómar af hans munni er báðir „stíga á stokk“ og
heita því að „ganga fýrir ætternisstapa" þegar ávöxtur erfiðisins loksins líti
dagsins ljós. Viðbrögð Lúcifers við þessum sjálfsmorðshugleiðingum —
„það verður þá varla á morgun" — hljóta að teljast óborganlega kómískur
úrdráttur í samhengi leiksins, og veruleikans einnig, því að verk þessara
manna þóttu vilja dragast með ólíkindum á langinn.
Tvíræðni orða er viðbrugðið í þessum leik eins og þetta dæmi úr fyrsta
þætti er til vitnis um:
Ögmundr Nú það er pólitíkin —ja ég hef líka sjálfr nokkurs konar
pólitískar skrúfur í höfðinu — ég hef nýlega fórnfært Frey skrúf-
stykki, sem ég fékk upp á krít hjá Vestrgarði, því Vestrgarði þykir
heldr en ekki koma til mín fýrir það, að allar líkur eru til, að ég
muni nú bráðum komask upp á að kveða að í sanskrítartungunni
og ég síðan muni geta eyðilagt Finn Magnússon, sem ekkert skildi
í sanskrít; en Freyr lét mig vita, að Skírnir stæði mér til boða hvenær
sem ég vildi til að skrúfa hann á pínubekkinn með mínum póli-
tísku skrúfstykkjum. (9)
Undir yfirborðsmerkingu textans leynist önnur merking og meinlegri. Ei-
ríkur Jónsson var á þessum tíma ritstjóri Skírnis og píningartólin sem
sendiboði guðsins er hér beittur, skrúfstykkin, eru vísun í málskrúfur rit-
TMM 1994:3
15