Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Síða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Síða 18
stjórans. Með því að setja Ögmund í nám í sanskrítartungunni og láta hann etja kappi við rúnaþekkingu Finns Magnússonar, sem stendur auðvitað nútímanum nær, er höfundur vísast að hnykkja á „forskrúfun“ Ögmundar. í framhaldi af öllu þessu hlýtur það að teljast fullkomlega rökrétt að Ög- mundur skuli „ganga í hof og frétta goðin“. Kjarni bókmennta sem eru karnivalískar í þess orðs fyllstu merkingu er sannleiksleitin. í menippísku háðsádeilunni sem er ein megingrein á meiði karnivalískra bókmennta, kennd við Menippos frá Gadara (3. öld f.Kr.), stíga hetjurnar ýmist upp til himins, niður til heljar eða þvælast um ókunn og draumkennd landsvæði í leit að hinstu svörum. Sviðsetning Benedikts er mjög í þessum anda eins og nafngift þáttanna gefur til kynna — „Úti á víðavangi“, „I helvíti“, „Á Sprengisandi“, „í Valhöll“, „Úti á víðavangi erlendis í niðamyrkri" svo dæmi séu tekin. Erindi Ögmundar við goðin er á hinn bóginn harla léttvægt í samanburðinum, enda gengur Gatidreiðin ekki út á það að leita svara við brennandi spurningum. Þau hefur höfundurinn öll á reiðum höndum þegar í upphafi eins og fyrr er vikið að. í goðahofsþættinum kemur hinn karnivalíski öfugsnúningur fram í mis- ræminu á milli kumpánlegs nútímamálfars guðanna og upphafinnar fyrnsku Ögmundar: Ögmundr dyttr Heilir Æsir, heilar Ásynjr, heil sú in fjölnýta fold! Óðinn Vert’ ekki að því arna, Mundi, ég held ég þekki þig! Þú þarít ekki að vera að skrúfa þig upp með glósr úr Sigrdrífumálum til þess að heilsa okkr hérna. (12) Eins og við fengum sýnishorn af í „melludólgs“-tilvitnuninni hér að framan er þetta atriði — sem og reyndar leikritið allt — gegnsýrt af guðlasti og bölvi. Benedikt var að náttúru hneigður til gróíyrða sem fyrr segir, „en ekki til að bölva, því að það heyrðum við ekki fyrir okkur haft; það lærði ég ekki fyrr en í skólanum, og svo seinna af kvenfólki í Reykjavík.“ (R.IV/275) Hvort tveggja er þetta, guðlastið og bölvið, hins vegar samgróið munnsöfnuði gróteskunnar. Hvorugt tengist í upphafi hlátrinum, en þar sem orðbragð af þessu tagi braut í bága við norm opinberrar orðræðu — eins og uppeldi Benedikts er reyndar lifandi vitnisburður um — var það gert útlægt og þess vegna tekið upp í kumpánlegt orðfæri markaðstorgsins. Það var í andrúms- lofti karnivalsins sem þetta hvort tveggja vígðist hlátrinum og tvíræðninni. (R/17) Danskan fær herfilega útreið í þessum leik. Að mati Óðins er hún ekki talandi nema við dóna. Enn sem fyrr sýnist hér leikið á tvíræðni orðanna: 16 TMM 1994:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.