Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 24
veittum heimi. Það sem knýr selskapinn í Gandreiðinni til að spretta úr spori
og flýta sér sem mest hann má út úr óbyggðunum er hungur en ekki ótti við
óhrein öfl!
Ljóð Gríms kemur hvergi inn í umfjöllun Ingvars Stefánssonar. Kveikjuna
að gandreiðinni með djöflinum telur hann að sé að finna í ljóði Jóns
Thoroddsens, „Draumurinn", þar sem „drottinn Hvítakristsmanna [er]
látinn fara á gandreið með sálum“ (30), svo notuð séu orð Óðins í Valhall-
arþættinum. Ef grannt er skoðað er þó sitthvað sem bendir til að hugrenn-
ingatengslin að baki gandreiðarþemanu og persónu Lúcifers kunni að vera
margbrotnari en fram kemur í hugmynd Ingvars. Hér gefst þó ekki kostur á
að fara nánar út í þá sálma.
Gandreiðin verður Benedikt tilefni til að aftigna konung og krúnu með
því að sæma Djöfulinn riddarakrossi dannebrogsorðunnar og fylgir hann
þeirri aftignun eftir með því leggja Plógi í munn niðrandi orð um dönsku
þjóðina og láta stiftamtmanninn vanhelga fánann með þessari tvíræðu
hótun, sem vísast er um leið skot á takmarkaða íslenskukunnáttu hins
hálfíslenska embættismanns: „Sá sem hæðir duluna, kemr í tukthúsið“ (36).
Hvort hinum „kónginum" sem Plógur vitnar til — „Ég meina þennan Jón,
sem ætlar að verða kóngr yfir íslandi" (35) — er ætlað að vera tákn fyrir
krýninguna, endurnýjunina, sem samkvæmt karnivalískri heimspeki á æv-
inlega að sjá grilla í gegnum afkrýninguna, skal ósagt látið.
Svo sjónum sé nú beint að söguhetjum leikritsins áður en þær hverfa í
niðamyrkrið að leiðarlokum, þá nýtir höfundur sér franska orðið „porte-
feuille" á smellinn hátt:
Gunnarr Herra Egill! Ekki vænti ég þér vilduð búa til fýrir mig
veski til þess að hafa í handritið til Tristramssögu?
Ögmundr Herra Egill! Ekki vænti ég þér vilduð búa til fyrir mig
veski til þess að hafa í handritið til Njálu?
Egill Jú gjarnan! Hvenær vilið þið hafa veskin búin?
Gunnarr Mitt yrði að vera búið eftir tíu ár.
Ögtnundr Og mitt um sama leyti.
Egill Það liggr þá víst ekki á, að ég fari til fyrr en á morgun.
Stiptamtmaðr Það mun vera skemmtilegt að vera Minister fyrir
þeirri Portefeuille! (37)
Eins og Ingvar bendir á, þýðir orðið bæði veski og ráðherrastaða, en sé það
tekið í bókstaflegri merkingu er það samsett úr sögninni „porter" sem þýðir
að bera og „feuille" sem þýðir blað — í eintölu. Lúcifer hittir naglann á
höfuðið þegar hann gerir sér ljóst að hann þarf ekki að eiga von á bráð sinni
„á morgun".
22 TMM 1994:3
j