Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 24

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 24
veittum heimi. Það sem knýr selskapinn í Gandreiðinni til að spretta úr spori og flýta sér sem mest hann má út úr óbyggðunum er hungur en ekki ótti við óhrein öfl! Ljóð Gríms kemur hvergi inn í umfjöllun Ingvars Stefánssonar. Kveikjuna að gandreiðinni með djöflinum telur hann að sé að finna í ljóði Jóns Thoroddsens, „Draumurinn", þar sem „drottinn Hvítakristsmanna [er] látinn fara á gandreið með sálum“ (30), svo notuð séu orð Óðins í Valhall- arþættinum. Ef grannt er skoðað er þó sitthvað sem bendir til að hugrenn- ingatengslin að baki gandreiðarþemanu og persónu Lúcifers kunni að vera margbrotnari en fram kemur í hugmynd Ingvars. Hér gefst þó ekki kostur á að fara nánar út í þá sálma. Gandreiðin verður Benedikt tilefni til að aftigna konung og krúnu með því að sæma Djöfulinn riddarakrossi dannebrogsorðunnar og fylgir hann þeirri aftignun eftir með því leggja Plógi í munn niðrandi orð um dönsku þjóðina og láta stiftamtmanninn vanhelga fánann með þessari tvíræðu hótun, sem vísast er um leið skot á takmarkaða íslenskukunnáttu hins hálfíslenska embættismanns: „Sá sem hæðir duluna, kemr í tukthúsið“ (36). Hvort hinum „kónginum" sem Plógur vitnar til — „Ég meina þennan Jón, sem ætlar að verða kóngr yfir íslandi" (35) — er ætlað að vera tákn fyrir krýninguna, endurnýjunina, sem samkvæmt karnivalískri heimspeki á æv- inlega að sjá grilla í gegnum afkrýninguna, skal ósagt látið. Svo sjónum sé nú beint að söguhetjum leikritsins áður en þær hverfa í niðamyrkrið að leiðarlokum, þá nýtir höfundur sér franska orðið „porte- feuille" á smellinn hátt: Gunnarr Herra Egill! Ekki vænti ég þér vilduð búa til fýrir mig veski til þess að hafa í handritið til Tristramssögu? Ögmundr Herra Egill! Ekki vænti ég þér vilduð búa til fyrir mig veski til þess að hafa í handritið til Njálu? Egill Jú gjarnan! Hvenær vilið þið hafa veskin búin? Gunnarr Mitt yrði að vera búið eftir tíu ár. Ögtnundr Og mitt um sama leyti. Egill Það liggr þá víst ekki á, að ég fari til fyrr en á morgun. Stiptamtmaðr Það mun vera skemmtilegt að vera Minister fyrir þeirri Portefeuille! (37) Eins og Ingvar bendir á, þýðir orðið bæði veski og ráðherrastaða, en sé það tekið í bókstaflegri merkingu er það samsett úr sögninni „porter" sem þýðir að bera og „feuille" sem þýðir blað — í eintölu. Lúcifer hittir naglann á höfuðið þegar hann gerir sér ljóst að hann þarf ekki að eiga von á bráð sinni „á morgun". 22 TMM 1994:3 j
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.