Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 26
máli.11 Sýnist af þessari lýsingu mega ráða augljóst ættarmót með höfund-
arverki Lucians og Gandreið Benedikts Gröndals.
Sé hugað að skilgreiningu Bakhtíns á hinum ytri einkennum sem voru
sameiginleg þeim karnivalísku bókmenntagreinum er komu fram á sjónar-
sviðið undir lok klassískrar fornaldar og síðan aftur á helleníska tímanum
má sjá marga drætti sameiginlega með verki Benedikts. Þær til að mynda
fella goðsögulegar hetjur og sögulegar persónur inn í samtímann og gefa
hugmyndafluginu lausan tauminn. Öllum er þeim sameiginlegt að hafna
stíllegri einingu klassísku greinanna og eru þær vísvitandi samsettar úr
margvíslegum stíl og sundurleitum röddum. Þær einkennast af margtóna
frásögn og samblandi hins háleita og lága, alvarlega og kómíska. Þær skjóta
óspart inn öðrum greinum, svo sem sendibréfum og skopstælingum á æðri
greinum svo eitthvað sé nefnt. í sumum er blandað saman prósaískum texta
og ljóðrænum, mállýskum, slangri og sumar eru beinlínis tvítyngdar. Tví-
ræðni orða er viðbrugðið og gegndi hún oft lykilhlutverki í verkum af þessu
tagi.(D/108)
Við höfum hér sem í hnotskurn lýsingu á skopleik Benedikts, nema hvað
hann lætur sér ekki nægja tungur tvær heldur ægir saman öllum heimsins
tungumálum í verki hans. Gandreið Benedikts Gröndals á ljóslega rætur í
þessari hefð sem hefur erfst í gegnum aldirnar, þótt forsendur hans eigi
kannski ekki að öllu leyti skylt við hugmyndafræðina sem hún er sprottin
úr.
Aftanmálsgreinar
1 BenediktGröndal (Sveinbjarnarson), Ritsafn III, Rvk 1950,bls.85.Frekaritilvitn-
anir í verkið verða auðkenndar með R.lII/bls.
2 Mikhail Bakhtín, Rabelais and His World (1965), þýð. Heléne Iswolsky, Bloom-
ington, 1984, bls. 4. Sú umfjöllun sem hér fer á eftir um gróteskuna og karnivalið
er að mestu leyti á þessu riti byggð, en sumpart þó á Problems of Dostoevsky’s
Poetics (1963) eftir sama höfund, þýð. Caryl Emerson, Minneapolis: University
of Minnesota Press, 1989. Tilvitnanir í þessi verk verða auðkenndar með R eða
D/bls.
3 Þórir Óskarsson, Undarleg tákn á tímans bárum: Ijóð og fagurfrœði Benedikts
Gröndals, Studia Islandica 45, Rvk 1987, bls. 15.
4 Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal, Gandreiðin, ásamt ritgerð um verkið eftir
Ingvar Stefánsson, Rvk, 1974, bls. 145-6. Frekari tilvitnanir í ritgerð Ingvars verða
auðkenndar með IS/bls. Tilvitnunum í leikrit Benedikts fylgir blaðsíðutalið eitt
saman.
5 Benedikt Gröndal (Sveinbjarnarson), Ritsafn IV, Rvk 1953, bls. 275. Frekari
tilvitnanir í verkið verða auðkenndar R.IV/bls.
6 Sunnanfari 1895-1896, bls. 34.
24 TMM 1994:3
J