Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Page 35

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Page 35
segir að hann hafi stokkið hærra en aðrir menn og hlaupið hraðar, hann hafi verið hagur og kunnað að skrifa einar tíu stílshandir. Þá var hann að sögn Símonar fimur að klifra, „afar knár að afli“, góður í handahlaupi og grasa- fróður. Og svo segir þetta: „Sængurkonum kærastur / kappinn listahraður, / og var líka einstakur / yfirsetumaður,, (171-172). Þá kemur fram í lofinu að Níels hafi verið skyggn, kunnað að lesa í lófa, verið frábær sláttumaður, hreinlyndur og vitur — og loks er þess getið að sjálfur Bjarni Thorsteinsson hafi talið hann gott skáld: „Bjarni amtmaður, frægð sem fann, / fær í dómum vöndum, / mestan „digter“ hermdi hann / hér á Norðurlöndum“ (174). Á hinn bóginn kemur einnig fram í kvæðinu að hann var „sérvitur með sína trú / sagður í meira lagi“. Til eru tveir frásöguþættir samtímamanna um Níels og eru báðir prent- aðir með úrvali því úr verkum hans, sem Finnur Sigmundsson tók saman árið 1948. Sá fyrri er eftir Ólaf Sigurðsson bónda á Ási í Húnavatnssýslu, hinn eftir Þorkel Bjarnason. í pistli Ólafs kemur meðal annars fram að Níels „var söngmaður góður og lagsæll, en aftur var lestur hans óáheyrilegur, því hann stamaði mikið“ (17). Ólafur segir að hann hafi verið skemmtinn og þótt gaman að ræða við menn um skáldskap, fleygði undir eins pennanum ef einhver fór að spyrja hann út í kveðskap hans eða vildi tala um Biblíuna. „Þótti honum ekkert að, þó til slíks samtals gengju hálfir dagar“ (18). Mun hann hafa haft gaman af að þræta við presta og gerðist þá stundum „advo- catus diaboli“ ef svo bar undir, hélt m.ö.o. fram einhverri vitleysu að gamni sínu. Ólafur í Ási segir að Níels hafi alla sína ævi haldið sig við „hina barnslegu trú, sem honum hafði verið kennd í æsku“ og má finna þetta af skrifum hans og svo hitt hve trúmál voru honum ofarlega í huga. Páll Eggert Ólaso'n segir reyndar að hann hafi verið haldinn trúarofsa og hafi til að mynda þótt Hallgrímur Pétursson svo linur í trúnni að hann hafi gengið út í fússi undir lestri Passíusálmanna með þessum orðum: „Ég þoli ekki að heyra guðlastið í honum Hallgrími.“ Það sem bar á milli var víst að Hallgrím- ur trúði á fyrirgefningu syndanna fremur en eilífa glötun. Níels átti stundum í útistöðum við menn. Bjarni amtmaður og Espólín sýslumaður voru honum tryggir vinir, en öðru máli gegndi um ýmsa aðra. Níels var óvæginn í skrifum sínum og má sem dæmi nefna ádeilur hans á Björn Gunnlaugsson og Sigurð Breiðfjörð, þar sem ekki var verið að skafa af hlutunum. Þá kom honum svo illa saman við son sinn Hálfdan að hann stefndi honum fyrir sýslumann á Sauðárþingi árið 1854. Níels var sagður sjálfhælinn og sést t.d. af skrifum hans að hann taldi sig skáld, en „skáld“ var mikið sæmdarnafn í munni hans. Sú saga er komin frá Hannesi Hafstein að nokkrir kátir skólapiltar hafi komið að máli við Níels TMM 1994:3 33
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.