Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 38

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 38
við skáldskap. Til marks um það skal tilfæra tvær af vísum hans um Breið- fjörð: Dygði nokkur dómarinn / dulsnrálinu upp fletta, / að þér böndin, Bakkus minn, / bærust fljótt um þetta. „Sigga verkum sést það á, / sem væri best að jarða, / hefrrðu stolið honum frá, / svo henging mætti varða“ (149). Og hér frábiður skáldið sér að verða fyrir sömu ógæfu og Sigurður: „Hlauptu í felur, Músa mín, / minnstu hvers eg bið þig, / fari eg, orðinn fyllisvín, / fram á samlög við þig“ (151). Níels þýddi kvæði úr dönsku og einnig orti hann kvæði út frá sögu eftir August Lafontaine.2 Tiltölulega þekkt er kvæði Níelsar, „Mittisband 19. aldar“, og fjallar m.a. um bág kjör og beiskju uppflosnaðs bónda — „Þeir sem stýra þjóðeignunum / þjappa nóg að landsetunum...“ (Níels 1904,75). í þessu kvæði má greina þjóðfélagsspeki Níelsar, og sama máli gegnir um „Urðarmýsnar í Ódáðahrauni“ sem hann mun hafa ort er Bjarni amtmaður bað hann um kvæði er lýsa skyldi „trúarhálfvelgju, skálkamiskunn og stjórn- leysi 19. aldarinnar“ (19). Kannski má segja að Níels hafi verið afturhalds- maður í pólitík. í þessu kvæði fjallar hann um uppdiktað fólk í Ódáðahrauni, og minnir það bragð á kvæði Eggerts Ólafssonar um Fiðrildaveiðara — en sem fyrr segir var Níels mikill aðdáandi Eggerts. Finnur Sigmundsson telur upp fjóra prentaða rímnaflokka og þrjá óprentaða eftir Níels skálda. Af þeim má nefna rímur af Tistran og Indíönu, en skáldinu þótti Sigurður Breiðfjörð fara svo herfílega með þetta yrkisefni að hann sá sér þann kost vænstan að yrkja um það sjálfur. Og raunar gerir hann grein fyrir villum Sigurðar í ítarlegum formála (130-143) og kemur þar fram að hann hefur lesið söguna sem kvæðið byggir á í eldri gerðum og telur að Sigurður hafi fellt ýmislegt úr henni sem ekki mátti missa sín — og þannig verði til margar rökleysur í rímunni, orsakasamhengið vanti. Aðrar af rímum Níelsar sem hér má nefna eru „Rímur af Viktoríu Ninon“.3 Fyrsta ríman úr þessum flokki er prentuð í úrvali Finns Sigmunds- sonar og fjallar hún um stærilátan kvenmann sem vill ekki játast syni auðugs biskups í Frakklandi nema hann læri prestskap. Þetta leggur pilturinn á sig og er þó talinn heimskur og þar á ofan hæðir stúlkan hann á bak. Enn kemur hún sér þó hjá því að ganga að eiga hann uns það vill til að hann ferst af slysförum. Snýr hún þá við blaðinu og þykist hafa unnað honum, og er nú ætlun hennar að kornast yfir eigur biskups nreð smjaðri. Allt er þetta gott og blessað, efnið er í eins konar sápuóperustíl og er það auðvitað margslungn- ara en hér verður rakið. En hitt er skondið, að hin franska greifadóttir, Viktoría Ninon, hét nú bara Anna Sigríður í Skagafirðinum, biskupinn franski var enginn annar en Sigurður prestur í Goðdölum og þannig áfram. Hér er því um að ræða „lykilrímu“ (sbr. lykilróman) sem ljóst verður afbréfi Ólafs í Ási um málið (72-75). Og hvað erindi kvæðisins snertir virðist 36 TMM 1994:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.