Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Page 46

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Page 46
aða fagurfræðilega unun — nema hún hafi eitthvað skáldlegt við sig. Hugmyndina um að mælskulist og skáldskapur séu náskyldar greinar gæti Níels hafa fengið úr formála Eggerts Ólafssonar að kvæðabók sinni, en þar segir (bls. 2): „Skáldskaparkonstin er ei annað enn sú efsta trappa mælskukonstarinnar, og tilgángr og nytsemi skálda og mælindismanna á að vera allr hinn sami, sem sé: að hræra mannlig hjörtu og draga þau til samsýnis sér.“ En það segir kannski sína sögu að að Níels gerir meira en Eggert úr muninum á þessum tveimur greinum.14 Níels rómar norrænan skáldskap til forna en lastar áhrif kirkjunnar á hann. Eddukvæði verða að sögn hans til á tíma þegar tungumálið er í örri þróun og er þetta tímabil „tungunnar og skáldgáfunnar blómstrandi barn- æskutíð“ [16]. Lengi hélt málið þessari „upprunaprýði" sinni en smátt og smátt fjölgaði háttunum uns Snorri „setti þessa hætti í lag og orðu þegar hann skrifaði Háttalykil sinn.“ Fornmenn fóru að yrkja svo flóknar tækifær- isvísur að „við sem nú lifum höfum nóg með að ráða þær, en þeirra tíða menn skildu þær eins og mælt mál“ [ 16].15 Svo gerist það að „heilaga þokan frá Róm breiðdist yfir allt þetta“ og skáldskapargáfan varð að „óskepi“, óskapnaði. Þá kemur hjátrú og „munkalygar“ í stað sagnfræði og þá „tapaðist hugargrip og ímyndan um allt hvað satt var eða náttúrlegt" [18].16 Skáld- skaparfræðin var ásamt sagnfræðinni kviksett, segir hann, en telur að sagn- fræðin hafi náð sér fyrr og sé nú að mestu læknuð. Níels hvetur menn til verkvendni og að „hræra við því einu maður er vaxinn til“ eða með öðrum orðum: að færast ekki of mikið í fang.17 í umræðunni um not skáldskapar segir Níels að skáldskapur eigi að geta innrætt mönnum virðingu fyrir guði, dyggð og ráðvendni, með því að „upphefja og gylla með ódauðlegum heiðri þær sálir sem (...) hafa stiftað (...) gott“ [22]. Hann leggur áherslu á gildi kristindómsins fyrir skáldin og verður hálfgerður predikunarblær á ritgerðinni þar sem hann víkur að siðfræði höfundarins, svo sem hér: „Freistaðu alltíð að koma þeim breyska til nota með lempni og hægð en leiddu hjá þér hinn drambsama í lengstu lög“ [29]. Þó að Níels sé í nöp við miðaldakirkjuna ogpáfadóm er hann fullur af kristilegum anda og gerir kristilegar og siðferðislegar kröfur til skálda. Nú víkur Níels að því hvernig þekkja megi sanna skáldgáfu, t.d. hjá barni eða unglingi. Skáldgáfan á sér dýpri rætur en „versamakaradriftin“. Það er gott að hafa ánægju af rími og dýrum kveðskap, segir Níels, en meira máli skiptir að geta lesið sér til ánægju þankaverk þó lítið rímbundin og stirð séu ef þau „hafa í sér ríkdóm af innföllum og lifandi hugmyndum“ [30-31 ]. En hitt getur hent að menn „sem hafa gnægtir innfalla og hugsmíðakraftar í sálunni (...) vantar að miklu leyti og kannske öllu hæfilegleika tungunnar“, og verður þar þá aðeins úr „öfuglíki, því þá verður hönum allt annað að 44 TMM 1994:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.