Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 67
Charles Bukowski
Fallegasta konan í bænum
Cass var yngst og fallegust fimm systra. Cass var fallegasta konan í
bænum. Hálfur indíáni með lipran og framandi líkama, snákslegan,
eldlegan líkama og augu í stíl. Cass var fljótandi eldur. Sál hennar
virtist fangin í formi sem hélt vart aftur af henni. Hár hennar var svart
og sítt og silkimjúkt og liðaðist og iðaði eins og líkaminn. Hún var
ýmist mjög hátt stemmd eða mjög lágt. Fyrir Cass var enginn milli-
vegur. Sumir sögðu að hún væri klikkuð. Hinir dauflyndu sögðu það.
Þeim tækist aldrei að skilja hana. Menn héldu að hún væri vergjörn
og þeim var sama hvort hún var klikkuð eða ekki. Og Cass dansaði og
duflaði, kyssti mennina en alltaf, nema í eitt eða tvö skipti, þegar kom
að því að gera það með Cass hafði hún laumast burtu, forðað sér.
Systur hennar sökuðu hana um að misnota fegurð sína, að nota ekki
höfuðið nógu mikið. Cass hafði samt gáfur og andagift til að bera. Hún
málaði, hún dansaði, hún söng, hún mótaði hluti úr leir og þegar
einhverjir þjáðust, hvort sem það var á sál eða líkama, fann Cass
innilega til með þeim. Hugur hennar var einfaldlega öðruvísi; hugur
hennar var einfaldlega ekki hagsýnn. Systur hennar fundu til afbrýði
því hún laðaði að sér karlana sem þær girntust sjálfar. Þar að auki voru
þær reiðar því hún notaði þá ekki sem skyldi. Hún var vön að vera góð
við óffíðari menn. Svokallaðir fríðleiksmenn vöktu henni viðbjóð —
„Enginn kjarkur,“ sagði hún, „enginn kraftur. Þeir fá það út á full-
komnu litlu eyrun sín og fallegu nefin ... Allt á yfirborðinu og ekkert
innaní. . Bráðlyndi hennar jaðraði við geggjun; sumir sögðu það
vera geggjun.
Faðir hennar hafði drukkið sig í hel og móðir hennar hljópst á brott
og skildi stúlkurnar einar eftir. Þær leituðu á náðir ættingja síns sem
kom þeim fýrir í klaustri. Klaustrið hafði verið óhamingjustaður,
meira fyrir Cass en systur hennar. Stúlkurnar öfunduðu Cass og Cass
flaugst á við flestar þeirra. Hún bar ör eftir rakblöð niður allan vinstri
TMM 1994:3
65