Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 68

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 68
handlegg eftir tvenn áflog. Það var líka langt ör niður vinstri kinn hennar en örið virtist bara uppljóma fegurð hennar frekar en draga úr henni. Ég hitti hana á West End barnum nokkrum dögum eftir að henni var sleppt út úr klaustrinu. Þar sem hún var yngst systranna var henni hleypt síðast út. Hún kom einfaldlega inn og settist við hlið mér. Líklega var ég ljótasti maðurinn í bænum og það gæti hafa haft eitthvað með það að gera. „Drykk?“ spurði ég. „Já, alveg eins.“ Ég býst ekki við að neitt hafi verið óvenjulegt við samræður okkar þetta kvöld, bara tilfinningin sem skein af Cass. Hún hafði valið mig, svo einfalt var það. Enginn asi. Hún naut þess að drekka og fékk sér nokkuð marga. Hún virtist ekki alveg nógu gömul en þeir afgreiddu hana samt. Kannski hafði hún fölsuð skilríki, ég veit ekki. Allavega, í hvert skipti sem hún kom af klósettinu og settist við hlið mér fann ég til svolítils stolts. Hún var ekki bara fallegasta konan í bænum heldur einnig ein sú fallegasta sem ég hafði nokkru sinni séð. Ég lagði arminn um mitti hennar og kyssti hana einu sinni. „Finnst þér ég vera sæt?“ spurði hún. „Að sjálfsögðu, en það er líka eitthvað annað . . . meira en út- litið...“ „Fólk er alltaf að saka mig um að vera sæt. Finnst þér ég í raun og veru sæt?“ „Sæt er ekki orð við hæfi. Það lýsir þér ekki nærri nógu vel.“ Cass stakk hendinni í töskuna sína. Ég hélt að hún væri að ná í vasaklút. Hún dró upp langan hattprjón. Áður en ég gat stöðvað hana hafði hún stungið þessum langa prjóni þvert í gegnum nefið á sér, rétt ofan við nasirnar. Ég fann til viðbjóðs og hryllings. Hún leit á mig og hló, „Finnst þér ég sæt núna? Hvað finnst þér núna maður?“ Ég kippti hattprjóninum út og lagði vasaklútinn minn við sárið. Nokkrir, þar á meðal barþjónninn, höfðu séð hvað gerðist. Þjónninn vék sér að okkur. „Heyrðu,“ sagði hann við Cass, „þú ferð héðan út ef þú heldur þessu áfram. Við viljum ekki svona stæla hér inni.“ „Æ, rúnkaðu þér,“ sagði hún. 66 TMM 1994:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.