Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 72

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 72
Ég togaði hana niður í rúmið og kyssti hana. Hún ýtti mér burtu og hló. „Sumir borga mér tíu dollarana og ég fer úr fötunum og þá vilja þeir ekki gera það. Ég held tíaranum. Það er stórfyndið.“ „Já,“ sagði ég, „ég get ekki hætt að hlæja . .. Cass, ég elska þig tíkin þín, hættu að eyðileggja sjálfa þig, þú ert líflegasta kona sem ég hef hitt.“ Við kysstumst aftur. Cass grét hljóðum tárum. Ég fann hvernig þau runnu. Þetta síða svarta hár lá yfir mér líkt og fáni dauðans. Við runnum saman og elskuðumst hægt og alvarlega og dásamlega. Morguninn effir var Cass á fótum að elda morgunmat. Hún virtist róleg og ánægð. Hún var syngjandi. Ég hélt kyrru fyrir í rúminu og naut hamingju hennar. Að endingu kom hún og hristi mig. „Á fætur með þig, delinn þinn! Skvettu köldu vatni á smettið og typpið og komdu að njóta veislunnar!“ Ég keyrði hana niður á strönd þennan dag. Það var virkur dagur og ekki sumar ennþá svo að allt var dásamlega yfírgefið. Rónar sváfu á grasflötunum ofan við sandinn. Aðrir sátu á steinbekkjum og deildu einstaka flösku. Mávarnir hringsóluðu í glórulausu uppnámi. Gamlar sjötugar og áttræðar frúr sátu á bekkjum og ræddu um sölu fasteigna eftirlátinna af eiginmönnum sem erfiði og heimska brauðstritsins hafði löngu murkað líftóruna úr. Þrátt fyrir það lá friður í loftinu og við gengum um og teygðum úr okkur á grasflötunum og sögðum ekki margt. Það var einfaldlega góð tilfinning að vera saman. Ég keypti samlokur, kartöfluflögur og drykki og við borðuðum sitjandi í sand- inum. Svo hélt ég um hana og við sváfum saman tæpan klukkutíma. Það var einhvern veginn betra en að elskast. Við runnum saman án allrar spennu. Þegar við vöknuðum keyrðum við aftur heim til mín og ég eldaði kvöldmat. Eftir matinn stakk ég upp á því við Cass að við færum að búa saman. Hún beið langa stund, horfði á mig, svo sagði hún hægt, „Nei.“ Ég keyrði hana aftur á barinn, keypti í glas handa henni og gekk út. Daginn eftir fann ég mér vinnu sem pakkari í verksmiðju og vann það sem eftir var vikunnar. Ég var of þreyttur til að fara mikið út en á föstudagskvöldið dreif ég mig á West End barinn. Ég settist og beið eftir Cass. Klukkustundir liðu. Þegar ég var orðinn töluvert drukkinn sagði barþjónninn við mig: „Mér þykir fyrir því sem kom fyrir vinkonu þína.“ „Hvað þá?“ spurði ég. 70 TMM 1994:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.