Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Qupperneq 75

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Qupperneq 75
hreinlega of ólíkar kvikmyndum sem miðill, jafnt hvað varðar eiginleika, framleiðslu og umhverfið þar sem þeirra er notið. Af þessum sökum er það ýmsum annmörkum háð að endursegja bókmenntaverk í kvikmynd. Virg- inía Woolf hélt því fram að „bandalag“ bókmennta og kvikmynda væri „óeðlilegt“ og að „útkoman væri hörmuleg“ (Beja 78). Sú skoðun er þó að mínu mati röng. Bókmenntir má ekki aðeins endursegja, heldur má kalla kvikmyndir gerðar eftir bókum sjálfstæð listaverk sem ekki þarf endilega að réttlæta út frá sjónarhóli þeirrar bókar sem var endursköpuð. Til þess að forðast bókmenntalega hlutdrægni er því nauðsynlegt að hafa í huga að hjá breytingum verður ekki komist. Kvikmyndina verður að samþykkja á hennar eigin forsendum, því að sem miðill hefur hún bæði kosti og galla. Þar sem kvikmynd er yfirleitt ekki lengri en 1 1 /2 til 2 tímar er form hennar knappara en skáldsögunnar. Af þessum sökum halda ýmsir því fram að nóvellan og smásagan séu betur fallnar til endursagnar. I kvikmynd er ekki hægt að leyfa sér sömu útúrdúra og oft einkenna skáldsögur. Til þess að gera söguna markvissari hafa flestar aukafléttur og jaðarpersónur verið felldar niður og hið sama má segja um ummæli höfundar. 1 kvikmyndahandritinu af Sölku Völku hefur þannig báðum prestunum verið sleppt og hið sama má segja um lækninn, Jukka, litla bróður Sölku, Svein Pálsson, Sveinbjörgu, Gústu dóttur Bogesens, Magnús bóka, Kristófer Torfdal, Kláus Hansen og íjölmarga aðra. Skoða verður gaumgæflega allt það efni sem fellt er út þar sem það segir til um hversu trú kvikmyndin er efni og boðskap skáldsög- unnar. Einnig ber að hafa í huga hinn gífurlega kostnað sem felst í töku kvik- myndar. Fjárskortur getur valdið því að fallið er frá því að mynda senur sem eru dýrar, tímafrekar, eða erfiðar í töku. Kvikmyndagerðarmenn freistast líka oft til þess að breyta söguþræði í von um að það auki vinsældir mynda. Oftast er þetta gert til að leggja áherslu á átök, íburð og ást. Sem dæmi má nefna, að í kvikmyndinni Sölku Völku er ástarsagan í forgrunni á kostnað pólitískrar ádeilu. Ritskoðun getur einnig átt stóran þátt í niðurfellingu efnis. Fólk hneykslast fremur yfir því sem það sér, en því sem það les. í kvikmyndinni Sölku Völku er til dæmis ekkert minnst á kynkulda Sölku og fóstureyðingu Guju. Flestir eru sammála því að kvikmyndir miðli illa flóknum hugmyndum, sálarástandi og alhæfingum. Svo vitnað sé í George Bluestone, þá „er hægt að álykta um hugsun í kvikmynd, en ekki sýna hana beint“ (Giddings 19). Kvikmyndagerðarmaðurinn verður því að ákveða hvort skáldverk það sem hann vill mynda, henti vel til endursagnar. Langar skáldsögur með flókinni uppbyggingu og torskiljanlegum hugmyndum verða ekki auðveldlega kvik- myndaðar. Kvikmyndamál skortir ýmsa margræðni bókmenntamáls, en það TMM 1994:3 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.