Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 82
þar sem hún setur sig, að því er
virðist að tilefnislausu, í telpuleg-
ar stellingar. Hún fer út úr kofan-
um og heldur berfætt yfir
hrjóstrugan íslenskan berangur.
Þar rekst hún á jarmandi lamb.
Hún snýr aftur heim i kofa til þess
að segja móður sinni frá því sem
hún hefur séð, en finnur Sigurlínu
sofandi í rúmi Steinþórs. Hér er
ætlun Mattssons að skapa skarpar andstæður milli gleði og vonbrigða, en
honum tekst ekki vel upp. Besti hluti atriðisins sýnir Sölku loka dyrunum á
sofandi móður sína, sem er táknrænt fýrir þau tengsl sem skorið hefur verið
á.
Persónusköpun Sigurlínu í myndinni veldur einnig vonbrigðum. Lýsing-
ar Laxness á henni vekja viðbjóð með lesendum sem hneykslast á sjálfselsku
hennar og afskiptaleysi þegar Salka er misnotuð. En lesandinn hefur þó ávallt
samúð með henni vegna þeirra rauna sem hún gengur í gegnum. í kvik-
myndinni deyr barnið hennar ekki úr eitlaberklum og dauðasenan nær því
ekki trega og viðkvæmni skáldsögunnar, þar sem hún heldur á skóm drengs-
ins. í kvikmyndinni er líka að finna virðingu fýrir þeim dauðu, sem stangast
á við lýsingu Laxness. Meira að segja Jóhann Bogesen tekur ofan hattinn og
fer með bæn. Mattsson hefur eflaust fundist lýsing bókarinnar of harðn-
eskjuleg til þess að hægt væri kvikmynda hana. Læknirinn, sem skoðar lík
Sigurlínu, hlær í sífellu út í annað og strákurinn Angantýr sparkar í kviðinn
á líkinu. Einn „fjölskyldufaðir" lætur þau orð falla að „illa sé farið með svona
góða skó að væta þá,“ meðan annar bætir við að hann skilji ekki „hvað fólk
getur verið að væta sig að óþörfu“ (Salka Valka 209). Angantýr kemur aðeins
fýrir í síðari hluta myndarinnar. Og þegar Salka sakar hann um að hafa
sparkað í kvið móður sinnar eru forsendurnar horfnar. Mattsson felldi líka
niður lokakafla Þú vínviður hreini, þar sem prófasturinn tekur saman ævi
Sigurlínu í minningarorðunum: „Sigurlína Jónsdóttir. Fædd, samkvæmt
kirkjubókunum. Dáin, samkvæmt dánarvottorði. Hm. Hélt mikið upp á
einn sálm ...“ (Salka Valka 214). Af þessum ástæðum er Sigurlína myndar-
innar aðeins skuggi af þeirri persónu sem Laxness skapaði. Steinþór er eina
persóna myndarinnar sem fylgir lýsingu bókarinnar. Stærð hlutverksins og
ágætur leikur Erik Strandmarks gefa glöggt til kynna frumstæða skapgerð
sem er hrottafengin og full af sjálfsfyrirlitningu. Steinþór sýnir líka á sér aðra
hlið í atriðinu þar sem hann gefur Sölku hringinn. Þar sjáum við vott af
viðkvæmni í manni sem annars er lýst sem illmenni.
80
TMM 1994:3