Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Page 84

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Page 84
Mattsson skyldi, fyrir fjörutíu árum, leiða lýsingu Laxness á Sölku hjá sér, en þar er henni lýst sem veðurbarinni konu, með stutt hár, svellandi brjóst og breiðar mjaðmir. Kraftalegir leggirnir eru í götóttum sokkum og tennurnar eru orðnar grænar af vanhirðu. Raunsæi kvikmyndarinnar sem miðils og ríkjandi skoðanir um rétt útlit aðalleikkvenna gera það að verkum að Salka myndarinnar öðlast aldrei táknræna vídd. Eitthvað glatast hér í kvikmyndun sögunnar. Annar hluti sögunnar (Fuglinn ífiörunni) hefur tvö megin þemu. Annars vegar uppgang róttæks sósíalisma á Óseyri og baráttuna við rótgróin öfl kapítalisma á staðnum, og hins vegar samband Sölku og Arnalds. Sjómennirnir stofna félag til höfuðs Bogesensveldinu. Einstaklingshyggja Sölku veldur því að hún er treg til að samþykkja hugmyndafræði sósíalism- ans, sem að hennar mati færir auðinn til ónytjunga og kemur góðu fólki á vonarvöl. Hún sér marxisma sem villukenningu. Hann gengur þvert á almenna skynsemi, líkt og Hjálpræðisherinn gerði á árunum áður. Fátækt og auðsæld eru nánast náttúruöfl fyrir Sölku og hún neitar að samþykkja að þau lúti markaðskerfi gerðu af mannahöndum. Laxness gerir Sölku hér að málsvara myrkrahöfðingjans, svo hægt sé að rökræða pólitísk málefni sam- tíðarinnar. Ræður Sölku sýna einnig ákveðna vantrú Laxness á kreddu- bundnum marxisma. Lýsingarnar á Arnaldi skjalla hann ekki og framkoma hans er oft ámælis- verð. Þær sýna ennfremur vantrú Laxness á sósíalisma Arnalds. Arnaldur er ósnyrtilegur marxisti sem keðjureykir vindlinga. Hann er ópersónulegur og greinir öll vandamál af tilfinningaleysi sem hefur að engu þarfir og mikilvægi einstaklingsins. í samræðum við Sölku lætur hann í ljós fyrirlitningu yfir peningagjöf Guju í Króknum í verkfallssjóðinn og síðar neyðir hann ungling í ólöglega fóstureyðingu og borgar hana með peningum sem hann hefur fengið á fölskum forsendum. Óléttu stúlkunnar afgreiðir hann sem „óhapp“ (Salka Valka 426). í kvikmyndun sögunnar er þessum þáttum í skapgerð Arnalds sleppt, því þeir flekka hina viðteknu hugmynd um hann sem aðal manninn í myndinni. Ekki má þó líta á lýsingu Laxness á Arnaldi sem árás á róttækar hugmyndir sósíalismans. Hér er fremur deilt á öfgamenn sem geta ekki hrint hugmynd- um sínum í framkvæmd og fela sig þess í stað á bak við hugmyndafræðilegan skólalærdóm. Hugsjónastefna Arnalds getur einvörðungu bætt mannlífið ef hún er milduð af almennri skynsemi og einlægri umhyggju fyrir velferð verkalýðsstéttarinnar. Laxness sýnir þetta vel í umfjöllun sinni um tengsl verkalýðs og ríkisheildar. Samúð hans með sósíalisma aftrar honum ekki frá því að draga upp ósvikna og raunsæislega mynd af verkalýðsstéttinni. Verka- maðurinn verður að beita klókindum til að lifa af og ólíkt borgarastéttinni 82 TMM 1994:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.