Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Page 94

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Page 94
er Fróði í Snorra-Eddu og sá sem nefndur er á einum stað í Bjólfskviðu. Þau tengsl duga þó varla til að útskýra nafngjöf Fróða. Friðarviðleitni Fróða í Hobbtúni (Hobbiton) er algjört aukaatriði í sögunni auk þess sem hvorki sá kafli né sá um viðskipti þeirra Gollums var svo mikið sem til í drögum þegar Fróði fékk nafn. Miklu vænlegra er því að leita til Fróða í Gróttasöng en sá Fróði er ekki hliðstæða Hobbitans Fróða heldur andstæða. Fróði í Hringadróttinssögu fer um langan veg til að hafna valdi og kasta hringnum, undirstöðu valds síns, frá sér. Sú afneitun vegur upp á móti gullgræðgi Frið-Fróða. Auður og gull eru engin trygging fyrir friði. Frið-Fróði ferst vegna gullsins og græðgi sinnar í það. Fróði í Hringadróttinssögu bjargast hins vegar einmitt vegna þess að hann girnist ekki hringinn. Þvert á móti heldur hann í miðju ríkis óvinarins til að skila hringnum auk þess sem hann reynir nokkrum sinnum á leiðinni að fela öðrum hringinn. Þess vegna nær hringurinn ekki sömu tökum á honum og á Gollum — enda þótt allt snúist við á seinustu stundu og Gollum sjálfur verði til þess að hringurinn eyðist. Kjarni málsins er eigi að síður sá að Frið-Fróði lætur gullið stjórna sér og ferst. Fróði Baggi berst gegn því og bjargast. Efnisleg tengsl Gróttasöngs og Hringadróttinssögu eru þannig fólgin í andstæðu en ekki í hliðstæðu. Fróði Baggi endurreisir Fróðanafnið með því að bæta fyrir misgjörðir nafna síns og réttir um leið veg hans. Svo einkenni- lega vill til að í Gróttasöng er forspá um hefnd fyrir Fróða konung sem er hliðstæð leiðréttingu Fróða hobbita. í 22. vísu kvæðisins segir að Hrólfur kraki („niður Hálfdanar og bur og bróðir Yrsu“) muni hefna Fróða. En sögn um slíka hefnd er ekki til. Einu tengsl Fróða og Hrólfs eru að sagnir af þeim báðum eru notaðar í gullkenningum í dróttkvæðum. Gull heitir Fróða mjöl, meldur fáglýjaðra þýja hans, sáð Kraka og Fýrisvalla fræ. Vera má að hefnd Hrólfs kraka hafi verið fólgin í meðferð hans á gullinu sem hann stráir á Fýrisvelli og færir sér gullgræðgi Svíakonungs í nyt til að komast undan. Sigur Hrólfs á gullgræðginni er á sinn hátt hefnd fyrir Fróða sem lét gullið verða bölvun sína, rétt eins og míþrílmálmurinn í Moria varð dvergunum að falli í Hringadróttinssögu. Þræðir Hringadróttinssögu liggja víða. Þessi mikla bók tengist íslenskum fornmenntum traustum böndum en Tolkien færir sér eyðurnar í vitneskju okkar um fortíðina í nyt og á ferðalagi sínu um fortíð og nútíð býr hann til úr þeim mikla skáldsögu sem jafnast fýllilega á við bestu skáldsögur þessarar aldar. Um leið hefur hann gefið okkur nýjan heim sem endalaust má velta fyrir sér, kanna, endurskoða og spegla sig í. Betur verður hlutverki mann- legrar fræðastarfsemi ekki sinnt. 92 TMM 1994:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.