Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Síða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Síða 96
Stefán Steinsson Þriðji dagurinn Gamall maður situr á lúnum dívan í lítilli stofu, gráskeggjaður og þreytulegur á svip. Á dívaninum er snjáð teppi og borð framan við hann, á því stendur postulínsdansmær. Hún heldur örmunum í hring uppi yfir sér, klædd bláu stuttpilsi, kögruðu og glimmerstráðu; fætur í kross. Gamli maðurinn horfir á óuppgenginn kapal. Slitnir forn- kappar á spilunum, menn og konur í skrautbúningi en hetjurnar orðnar nokkuð máðar. Stofan er gömul. Húsið byggt rétt eftir fyrra stríð, pappi á mislitum veggjum, það er gömul tíska. Húsir undir pappann á stöku stað, í einu horninu er komin rifa. Á veggjunum hanga myndir af nítjándualdar- kynslóðinni sem safnast hefur til feðra sinna. Orkanmikil slagklukka á innvegg, skornar á hana kúlusúlur. Eina nútímatækið í stofunni er sjónvarp, líka gamalt þó að það sé langyngst af mublunum. Það er svarthvítt frá fyrstu árunum, eikar- kassi með tréhurðum. Enn þá í lagi og hægt að nota á kvöldin. Ónefndar fáeinar bækur í hillu, kannski Dalalíf og Jón Trausti hálfur, gamli maðurinn var aldrei leshestur. Nú löngu hættur að opna bók. Hann er reyndar hættur flestu öðru en leggja kapal og bíða eftir að sjónvarpið byrji. Stundum liggur hann tímunum saman á dívan- inum og horfir upp í loftið, ekki til að yrkja heldur hleypir hann útvarpsdagskránni þannig inn um annað eyrað og út um hitt. Hann dottar á meðan. Hann er á áttugasta og fjórða aldursárinu og tóm- stundagamanið ekki upp á marga fiska. Hann nennir ekki að leggja kapalinn aftur og lítur á slagklukkuna, þessa klukku fengu þau í brúðargjöf. Hún slær fjögur. Það er svo. Húshjálpin farin fyrir tveim stundum, kemur aftur með kvöldskattinn um sjöleytið. Svona smálíður tíminn, ekki óðslega. Fjögur högg. Hann veit að höggin eru hundrað og áttatíu á sólarhring. Hann hefur stundum reiknað það út sér til dundurs. Rúm sextíu og fimm þúsund 94 TMM 1994:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.