Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Síða 96
Stefán Steinsson
Þriðji dagurinn
Gamall maður situr á lúnum dívan í lítilli stofu, gráskeggjaður og
þreytulegur á svip. Á dívaninum er snjáð teppi og borð framan við
hann, á því stendur postulínsdansmær. Hún heldur örmunum í hring
uppi yfir sér, klædd bláu stuttpilsi, kögruðu og glimmerstráðu; fætur
í kross. Gamli maðurinn horfir á óuppgenginn kapal. Slitnir forn-
kappar á spilunum, menn og konur í skrautbúningi en hetjurnar
orðnar nokkuð máðar.
Stofan er gömul. Húsið byggt rétt eftir fyrra stríð, pappi á mislitum
veggjum, það er gömul tíska. Húsir undir pappann á stöku stað, í einu
horninu er komin rifa. Á veggjunum hanga myndir af nítjándualdar-
kynslóðinni sem safnast hefur til feðra sinna. Orkanmikil slagklukka
á innvegg, skornar á hana kúlusúlur.
Eina nútímatækið í stofunni er sjónvarp, líka gamalt þó að það sé
langyngst af mublunum. Það er svarthvítt frá fyrstu árunum, eikar-
kassi með tréhurðum. Enn þá í lagi og hægt að nota á kvöldin.
Ónefndar fáeinar bækur í hillu, kannski Dalalíf og Jón Trausti
hálfur, gamli maðurinn var aldrei leshestur. Nú löngu hættur að opna
bók. Hann er reyndar hættur flestu öðru en leggja kapal og bíða eftir
að sjónvarpið byrji. Stundum liggur hann tímunum saman á dívan-
inum og horfir upp í loftið, ekki til að yrkja heldur hleypir hann
útvarpsdagskránni þannig inn um annað eyrað og út um hitt. Hann
dottar á meðan. Hann er á áttugasta og fjórða aldursárinu og tóm-
stundagamanið ekki upp á marga fiska.
Hann nennir ekki að leggja kapalinn aftur og lítur á slagklukkuna,
þessa klukku fengu þau í brúðargjöf. Hún slær fjögur. Það er svo.
Húshjálpin farin fyrir tveim stundum, kemur aftur með kvöldskattinn
um sjöleytið. Svona smálíður tíminn, ekki óðslega. Fjögur högg. Hann
veit að höggin eru hundrað og áttatíu á sólarhring. Hann hefur
stundum reiknað það út sér til dundurs. Rúm sextíu og fimm þúsund
94
TMM 1994:3