Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Qupperneq 97

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Qupperneq 97
högg á ári. Klukkan hangið þarna síðan í brúðkaupsveislunni. Þrjár milljónir og þrjú hundruð þúsund voru höggin orðin þegar konan dó. Hún dó bara allt í einu. En klukkan hélt áfram. Kannski svolítið annar hljómur eftir að konan dó? Jæja. Síðan hefur víst bæst tæp milljón við höggin. Það er mikill sláttur á einni klukku. Reikningurinn drepur tímann og styttir biðina, eins konar kapall. Styttir biðina effir kvöldsjónvarpinu, eftir svefninum, eftir næsta degi, eftir ... jæja. Sú bið er að verða löng. Gamli maðurinn er svo heilsuhraustur að það tekur engu tali. Hann hóstar ekki, hann er ekki móður, hefur enga verki í brjóstinu, ekki í baki eða liðum, ekki einu sinni í fingrum. Það er varla að hann ropi. Honum hefur ekki orðið misdægurt áratugum saman. Gamli maðurinn sópar spilunum saman. Auðvitað ber að þakka slíkt og ekki kvartar hann um ofheilsu. Hann kvartar reyndar ekki um neitt. En innst inni er honum farið að leiðast. Hann veit ekki alveg hvað það er sem honum er farið að leiðast. Ekki það að vera hraustur, ekki að vera til. Nei, ætli það sé ekki frekar biðin langa eftir því sem enginn nefnir, leiðist að drepa tímann með engu og sjá þó í hendi sér að það er enginn annar en sláttubóndinn sem beðið er eftir. Vita ekki hvenær hans er von eða hvernig, eða hvort hann þorir að sjá ljáinn hans. Jú, að öllu skoðuðu er víst best að fara að fá þennan mann með Ijáinn sinn í heimsókn. Eða þó það væri gullrekið spjót, látum hann banka upp á þegar honum sýnist, hugsar gamli maðurinn. Upphátt segir hann nokkuð sem hann hefur ekki sagt áður, það dettur út úr honum eins og af sjálfu sér: ,Ætli ég fari nú ekki bara að deyja?“ Og horfir ráðleysislega á klukkuna nýslegna fjögur þegar heyrist dálítið hviss eða úps og blátt leiftur er í stofunni. Örstund líður, hann hrekkur aðeins við, á borðinu hjá honum stendur álfamær. Hún er lítið hærri en styttan og alveg eins og venjuleg kona nema myndin smækkuð. Ekki með arma í hring eða fætur krosslagða en geislar af bláum klæðum. Gamli maðurinn varð snögghissa. Sumir halda að álfkonur séu með einhverjar töfraþulur þegar þær birtast. En þessi sagði bara: „Jæja góði!“ TMM 1994:3 95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.