Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 98
Gamli maðurinn jafnaði sig á skammri stundu og svimaði aðeins
óverulega svo að fljótlega gat hann kyngt munnvatninu sem annars
hefði staðið í honum. Hann sagði: „Ja hérna.“
„Ertu ekkert hissa eða hræddur?“ spurði álfkonan.
„Hmm,“ svaraði hann óviss.
Blái geislinn ffá álfkonunni vandist fljótt og hann hætti að verkja í
augun.
„Ert þú einhver álfkona?“ spurði hann.
„Ég er álfdís,“ sagði hún.
„Það var og.“
„Er það sem mér heyrðist að þú værir að óska þess að komast yfir
móðuna miklu?“ spurði hún.
„Ja, það gat verið,“ svaraði hann og hugsaði: Á að fara að hlýða mér
yfir? Datt síðan í hug að nú væri kallið komið, hugsaði þá: Skyldi það
ganga svona fyrir sig þegar kallið kemur? Varð dálítið órólegur.
„Við skulum nú sjá,“ sagði álfdísin og beit á vörina. „Ég leyfi mér
að spyrja: Ert þú ekki hraustur maður miðað við aldur?“
„Jú,“ svaraði hann og hló. Og bætti strax við: „Ég tek fram að ég var
ekki að kvarta yfir því, þetta datt bara upp úr mér.“
„Allt í lagi, ég er ekki að rukka þig,“ sagði álfdísin og það fannst
honum gott. Hún hélt áfram: „Rifjaðu nú aðeins upp með mér hvers
vegna þú ert svona hraustur, geturðu það?“
„Bíddu aðeins hæg, ég skil ekki alveg hvað þú átt við.“
„Þú verður að fara nokkuð aftur í tímann, segjum þrjátíu og tvö ár.
Hvað þá?“
Þá rann upp fyrir gamla manninum hvað hún var að tala um.
„Ja mikil ósskup,“ svaraði hann. „Nú skil ég þig. Þú ert að tala um
doktor Jósep Jóseps. Þann öðling. Honum á ég mikið að þakka. En ég
áttaði mig ekki strax á því hvað þú meintir.“
„Ég sá það,“ sagði hún drjúg. „En hvernig var það með doktor Jósep
Jóseps, þekktirðu hann vel?“
„Tja,“ svaraði sá gamli og lifnaði yfir honum. „Tæpast er rétt að tala
um að við þekktumst, ég var alltsvo sjúklingur hans. Þá var ég um
fimmtugt. Hann var ákaflega viðurkenndur læknir, nýkominn frá
Ameríkulöndum. Það var sagt að hann kæmi úr feiknalegum vísind-
__ «
um.
„Manstu hvernig þið kynntust?“
96
TMM 1994:3