Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 101

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 101
„Ég var auðvitað lafhræddur. Samt fór ég að stynja eitthvað, virðu- legi læknir, þér eruð nú búinn að taka frá mér, hvað sagði ég, smjörið og rjómann, hnoðmörinn og hamsana, hangikjötið og sviðin, sykur og salt, kaffi og tóbak. Ég bið ekki um neitt, ekki neitt framar nema þennan eina sláturkepp einu sinni, ef yður væri sama. Fitusnauðan.11 Þá hvæsti doktorinn NEI! og veifaði þessum lærðu ritgerðum hátt í loft og sagðist bara vilja benda mér á, alltsvo, alla áhættuþættina sem nýjustu rannsóknir færustu vísindamanna um allan heim sýndu að tengdust — og svo kom þarna þulan sem við vorum búin að læra utan að í meðferðinni — að tengdust æðaþelsþykknun og slagæðafitukölk- un sem leiddi af sér hinar miklu kransæðaþrengingar, auk þess sem sumir þættir tengdust bæði fjöltaugabólgu og fjölvöðvagigt, fitudauð- lífi sykursjúkra, ýttu undir ýmis heilkenni (sem ég held að þýði heilaeinkenni) og jafnvel riðu og rykkjadans íslenskra bænda, svo ekki væri nú minnst á skuggalega hrörnun heilla kynslóða af hvítum músum án nokkurs sjáanlegs fyrirvara. Nei vinur, ef þér ætlið að hlíta mínum ráðum og viljið ekki lognast út af fýrir sextugt þá duga engin meðul nema þau bestu! Og síðan fór ég í hreinsun og hafði sjálfsagt gott af því.“ „Geturðu sagt mér aðeins ffá þessari hreinsun?“ „Tja, reglurnar mátti sem sagt alls ekki brjóta, þá beið manna mesta yfírhalning. Fyrst skammarræða hjá doktornum sem var alveg ótrú- leg, hún var stórviðri. Það sem ég var að hafa eftir honum núna var bara ljúfur inngangur. Flestir brotnuðu saman. Já, ég gleymdi því, doktorinn var með menn á götuhornum og í búðum. Þeir fylgdust með því hvað fólk keypti. Og oft kom andlit á glugga þegar setið var að snæðingi. Það vandist en þótti óþægilegt í byrjun.“ „Var það látið viðgangast?“ „Sjáðu til, doktor Jósep Jóseps sagði alltaf: „Þér vitið að ég hef rétt fyrir mér!“ Og það vissum við líka, rannsóknirnar og vísindin urðu ekki í efa dregin. í Ameríkulöndum var búið að sýna fram á að áreiðanleikinn sló Guði sjálfum við. Því var ekki um að villast, dokt- orinn vissi hvað hann söng. Við gátum ekki vænst neins betra framar. Þess vegna var hægt að samþykkja ýmis óþægindi því að við mundum öðlast fullkomna heilsu í staðinn.“ „En þessi hreinsun?“ „Já, það var ljótan maður. Eftir skammarræðuna komu alls konar TMM 1994:3 99
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.