Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Síða 111
hefur verið tekin að fjalla um það sem
ritað er á norrænu, án þess að reyna að
draga það í dilka eftir ritunarstöðum eða
uppruna höfunda, þegar það er óvíst.
Þess vegna saknar maður þess að Kon-
ungsskuggsjá skuli ekki vera gert hærra
undir höfði: hún er merkasta heim-
spekiritið á norræna tungu á miðöldum,
og þótt hún sé sannanlega norsk, ætti
það ekki að vega þungt á móti því að hún
er hluti af bókmenntahefð á tungumáli
sem íslendingar skilja mætavel ennþá en
Norðmenn alls ekki. Hún sýnir betur en
flest annað hvað íbúar norðurslóða voru
skapandi á þessum tíma.
Kúíbein og kyngreining
Um þá galla sem sprottnir eru beint upp
úr reglum þeirrar bókmenntagreinar
sem bókmenntasögur mynda er varla
ástæða til að fjölyrða, þar sem þeim er í
hóf stillt og væri sennilega erfiðara að
hafa minna af þeim. Þó skal bent á ein-
stök atriði. Við samningu bókmennta-
sögu verður að styðjast við frumrann-
sóknir ýmis konar og þá sérstakiega við
bækur um afmörkuð efni eins og áður
var minnst á. En sú mynd sem þær gefa
af bókmenntum fýrri tíma er jafnan
gloppótt, þar sem rannsóknirnar spanna
gjarnan þröng svið hver um sig og eru
gerðar á mismunandi tímum og á mis-
munandi forsendum. Auk þess tengja
þær oft efhisatriðin öðru vísi saman en
hægt er að gera í bókmenntasögu. Engar
nýjar og auknar rannsóknir geta í raun-
inni bætt úr þessu: þótt til væru afmörk-
uð rit um hvert einasta eddukvæði í
sama gæðaflokki og „Völuspá" Nordals
væri ekki hægt að fá úr þeim bók-
menntasögu eddukvæðanna með því að
tengja þau saman eins og vagna í lest.
Vandinn verður vitanlega enn meiri,
þegar nýjar rannsóknir á takmörkuðu
sviði benda til þess að taka þurfi til end-
urskoðunar ýmsar fýrri hugmyndir um
heila bókmenntagrein, því til slíks er lít-
ið svigrúm í yfirlitsriti.
Þessir gallar koma mest fram, þegar
verið er að fjalla um svið, eins og eddu-
kvæði eða íslendingasögur, þar sem
nauðsynlegt er að gera hverju verki ein-
hver skil, og verður varla hjá því komist
að þar verði umfjöllunin brotakennd:
mætti finna um það dæmi í þessu verki.
Ef litið er á bókmenntasögu út frá því
hlutverki sem hún á að gegna, skiptir
þetta þó ekki ýkja miklu máli. Því fer líka
fjarri að það sé jafnan til bóta að reyna
að taka tillit til nýrra viðhorfa, sem fá
kannske mikinn hljómgrunn um stund
en eru þó á hæpnum rökum reist, og
verður að leggja á það áherslu.
Einu sinni rakst ég á teikningu, þar
sem gat að líta bókabúð með veggi þakta
hillum með bókum um ýmisleg efni og
væntanlega lesendur þeirra fýrir ffam-
an: þar var á ferðinni kórónaður kon-
ungur að rýna í sagnfræðirit, skáld
ríðandi á Pegasó að glugga í ljóðabækur,
innbrotsþjófur með grímu, kúbein og
poka á baki að skoða glæpasögur og
geimvera að fletta vísindaskáldsögum.
Ég gat ekki gert að því að mér kom þessi
mynd í hug, þegar ég rakst á setningar
eins og þessar: „Mjög sennilegt er að
þetta kvæði sé ort af konu og einkum til
flutnings í dyngjum kvenna“ (1,154),
„kvæðið er á allan hátt hið besta fallið til
að kveða fyrir herkonung" (1,163), og
þar fram eftir götunum. Þar sem fýrir
því eru allgóðar heimildir að gamlar
konur eigi til að skrifa glæpasögur og
innbrotsþjófar að yrkja ljóð, er augljóst
að það er í meira lagi erfið list og stund-
um fánýt að álykta ffá efni og stíl kvæða
eða sagna til stéttar eða kynferðis skáld-
anna. En mann grunar reyndar að setn-
ingar þær sem hér var vitnað í séu
einhvers konar reimleikar og sé hér enn
á ferli vofa „munnlegu kenningarinnar“
TMM 1994:3
109