Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 112

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Side 112
svokölluðu. En vandinn við þessa kenn- ingu er sá að hún er annað hvort rétt eða röng. Ef það er rétt að eddukvæðin hafi aldrei verið til sem slík í munnlegri geymd, heldur hafi þau verið ort beint af munni fram um leið og þau voru flutt og þau kvæði sem við þekkjum hafi þannig ekki verið til fyrr en þau voru skrifuð eftir flutningi, eru aUar rann- sóknir á fornkvæðum sem gerðar voru áður en þessi kenning var sett ffam ger- samlega úreltar og nauðsynlegt að rann- saka allt upp á nýtt. Og þá skiptir það mestu máli að reyna að skilgreina hvers konar skáld kvað og hverjir hlýddu á: effir því fór kvæðið. En ef þetta er rangt og eddukvæðin voru geymd í minni, eftir að þau voru einu sinni ort, og síðan flutt kynslóð eftir kynslóð, þó svo þau breyttust á ýmsa vegu í meðferðinni, erum við stödd á sama stað og áður. Þá má bera upp spurningar um aldur og slíkt, sem var út í hött samkvæmt „munnlegu kenningunni", en þau við- fangsefni sem hún taldi aðalatriðið verða aukaatriði, ef þau hverfa ekki úr sögunni. Nú er „munnlegu kenning- unni“ ekki á neinn hátt hampað í þessari bókmenntasögu, enda munu þeir færri sem leggja trúnað á hana, en þá er ekki heldur nein ástæða til að láta reimleik- ana líðast, því ekki er spaug að eiga við árans draugaganginn, og hefur hann til- hneigingu til að ýta burtu ýmsu sem þarflegt væri að velta fyrir sér. Ég saknaði þess t.d. að tengslum norrænu hetju- kvæðanna við þýsk kvæði um sama efni skyldi ekki vera gerð ítarlegri skil. Ekki er laust við að annar tískumóri af svipaðri ætt skjóti fram glyrnunum hér og þar annars staðar: það er sú til- hneiging að draga í efa fyrri tímasetn- ingar og telja verkin helst lítið eldri en elstu handrit. Þannig er því varpað fram (1,311), að „Þorgils sögu skarða" og „Sturlu þætti“ hafi verið bætt inn í Sturl- ungu á 17. öld. Hingað til hafa menn talið að þessir textar hafi verið til staðar í Reykjarfjarðarbók ffá miðbiki 14. ald- ar, öðru aðalhandriti Sturlungu sem nú er að mestu glatað og einkum þekkt af afritum. Kenningin er því nýstárleg, og þarfnast rökstuðnings: myndi hún breyta hugmyndum manna um upp- runa Sturlungu, ef sönn væri. Annars staðar stendur: „því má þó ekki gleyma að obbinn af konungasögum er ritaður eftir að íslendingar játast undir vald Noregskonunga og landið verður hluti af Noregsveldi" (1,400), og verð ég að viðurkenna að mér er ekki ljóst hvað verið er að segja með þessu. „Heims- kringla“ var samin aldarfjórðungi eða svo áður en íslendingar sóru Hákoni gamla eið, þær konungasögur sem bæði hún og „Morkinskinna" byggja á eru enn eldri, sama máli gegnir um Ólafa- sögur, og Sverris saga ber með sér að vera rituð meðan enn voru á lífi sjónarvottar atburðanna. Þannig eru langflestar frumlegar konungasögur skrifaðar á þjóðveldistímanum, meðan íslendingar voru ekki háðir konungsvaldi og gátu þess vegna haff sjálfstæða skoðun, — og hjá því verður ekki komist að gera ráð fyrir fjölda handrita sem glatast hafa með öllu. Ef ofangreind setning á hins vegar við samsteypurit og uppskriftir þeirra, er hún sönn, en þá er um annars konar ritstörf og annars konar áhuga að ræða en þann sem stóð að baki frumlegu sögunum, hvort sem hann var þáttur í að boða eyjarskeggjum réttar hugmynd- ir um konungsvaldið eða ekki (sjá s. st.). Eins og setningin stendur er hún hæpin og alla vega of ágripskennd, og hefði þurft að auka málið. I þessu sambandi hefði t.d. mátt minna á, að „Konungs- skuggsjá", sem virðist hafa fengið góðar viðtökur í Noregi þegar hún var rituð, féll þar í gleymsku á 14. öld og var ekki lengur skrifuð upp, en þá fengu íslend- 110 TMM 1994:3 J
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.