Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Page 114

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Page 114
Listaskáld, logandi vatn og einhyrningur Hannes Pétursson: Eldhylur. Iðunn 1993. Eldhylurer níunda frumsamda ljóðabók Hannesar Péturssonar og var liðinn heill áratugur frá því 36 Ijóð kom út árið 1983. Ferill Hannesar hófst með Kvœðabók árið 1955 og var þeirri bók mjög vel tekið af skáldum og gagnrýnendum. Fræg eru ummæli Steins Steinars um Ljóð ungra skálda sem út kom 1954 en hann kallaði Hannes „vonarstjörnuna" í þeirri bók og sagðist aldrei hafa vitað íslenskan mann á hans aldri yrkja jafn- vel. Hannes var settur í flokk þeirra skálda sem kenndir hafa verið við „end- urnýjun“ íslenskrar ljóðhefðar. Fremstir í þeim flokki fara þeir Snorri Hjartarson, Þorsteinn ffá Hamri og Ólafur Jóhann Sigurðsson auk Hannesar. Þessum „endurnýjunarskáldum" hefur gjarnan verið stillt upp andspænis „atómskáld- unum“ svokölluðu sem þóttu hallari undir erlendar nýstefhur og ekki eins upptekin af þrenningu Snorra Hjartar- sonar „landi, þjóð og tungu“. Það væri samt alrangt að halda því fram að Hannes sé eingöngu bundinn við ísland í skáldskap sínum. Hann er menntaður heimsborgari sem leitar víða fanga í yrkingum sínum. Þegar litið er yfir feril Hannesar Péturssonar í fljótu bragði kemur einna mest á óvart hversu fjölhæfur hann er, yrkisefni hans eru svo fjölbreytt að óhætt er að segja að fátt mannlegt sé honum óviðkomandi. Annað mikilsvert einkenni á skáldskap Hannesar er hæfileiki hans til að endur- nýja sig, hann nálgast yrkisefnin í senn af hógværð og ástríðu og forðast að láta vanann og hversdagsleikann byrgja sér sýn. Þannig hefur honum tekist að halda sér síungum og skoða hlutina stöðugt í nýju og fersku ljósi. Ef skipta á ljóðagerð Hannesar niður í tímaskeið mætti segja að fyrstu fjórar bækurnar myndi eina heild. Þetta fýrsta tímabil, sem hefst með Kvæðabók og lýk- ur með Innlöndum sem kom út 1968, einkennist fyrst og fremst af róman- tískri heimssýn, þrá eftir fegurð og sam- ræmi þó vitneskjan um ógnir síðari heimsstyrjaldar og kalda stríðsins skyggi óneitanlega oft á fegurðarheim skálds- ins. Síðan er hægt að líta á áttunda ára- tuginn sem annað tímabil á ferli Hannesar. Það hófst með bókinni Rím- blöð 1971. Á þessu skeiði yrkir Hannes mikið af tækifæriskvæðum, hann snýr sér að hefðinni í auknum mæli og notar rím og hefðbundna stuðlasetningu. Eld- móður æskuáranna er hér að baki og það dofnar yfir andagift skáldsins en Hannes leggur ekki árar í bát, hann yrkir ótrauður áfram og bíður þolinmóður þess að andinn komi yfir hann aftur. Og það má með sanni segja að þriðja skáld- skaparskeiðið á ferli Hannesar hafi haf- ist með tilþrifum. Heimkynni við sjó kom út árið 1980 og vakti verðskuldaða athygli. Skáldið gengur fjörur á Álfta- nesinu, rýnir í haf og himin og reynir að finna sér stað í sköpunarverkinu. Form- ið er frjálsara en jafnframt hnitmiðaðra en áður, skáldið er innhverfara, hugsun þess dýpri og leit þess að hinstu rökum mannlegrar tilveru markvissari. Þetta er tvímælalaust ein af bestu bókum Hann- esar og markar tímamót á ferli hans. Næsta bók 36 Ijóð er ort í áþekkum stíl og Heimkynni við sjó. Eldhylur skiptist í fimm hluta, fýrsti, þriðji og fimmti hluti innihalda aðeins eitt langt kvæði hver um sig en annar og fjórði hluti samanstanda af allmörgum ljóðum. Þessi löngu kvæði eru nýlunda í kveðskap Hannesar og þau eru for- vitnilegust fyrir aðdáendur ljóða hans, ekki síst ef haft er í huga að þróunin í ljóðstíl Hannesar hefur verið í átt til ein- földunar, mælska og málskrúð hefur 112 TMM 1994:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.