Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 8

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 8
Svo kviknar á luktum sem varða brúna og eru rættar í handriðinu lága. Eftir fljótinu íyrir neðan flýtur dauður hestur leirljós í gulbrúnu landskolpi undir dökkum haddi iðjuveranna ... Nei. Það er ekkert fljót fyrir neðan brúna. Það er net af járnbrautartein- um og hvæsandi lestum sem æða áfram og aftur, með langar raðir af vögnum og farm af fólki sem ætlar kannski eitthvað. Meðan þessi litli hópur þokast yfir brúna án þess að skipta með sér neinu, og einn heldur enn á stönginni með myndinni af manninum á slitnum dúki, og lafir af þverslánni niður á brúargólfið laus að neðan við stöngina sem burðarmaðurinn reiðir um öxl afturhallandi, og bugðast svipurinn við að dragast með jörðinni og haka mannsins rykkist með grundinni svo það koma hlykkir á munnsvipinn meðan hann mælir enn með fjálglegu bragði eitthvað sem enginn virðist heyra, og augun skjóta fánýtum gneistum og tendra ekki neitt. Og þessi fámenni hópur hverfur upp í þrönga götu fyrir enda brúarinnar milli húsa úr rauðbrúnum steini með litlum blindum gluggum, og sumsstaðar járnrimlar fyrir, báðumegin. Þeir hafa gengið langa leið eftir þessari gömlu bryggju, meðan sjórinn sleikti stólpana kyrrlega. Ljósin voru strjál á stöplunum fúnum og ormétnum. Ljósin vísuðu upp úr keilum á hvolfi. Enn var þó nógu bjart í kvöldhúminu til að við gætum fylgzt með ferð litla hópsins þar sem enginn virtist hafa neitt af öðrum á langri leið. Ljóshlífarnar voru bláar. Þó hafði flagnað sumsstaðar bláa málið og skein í grænt undir, og sumsstaðar í rauða menju. Og nú var myndin af manninum orðin laus öðrumegin af krossarminum og dróst í vöndli eftir bryggjugólf- inu, stöngin var mjög sigin aftur af öxl merkisberans sem hélt um stöngina báðum höndum, og hallaði höfði líka að stangarendanum með þá öxlina framar einsog hann væri að ganga á móti stinnu veðri með hraglanda, hokinn í hnjánum. Þannig færðist þessi riðill sam- bandslaus með merkið, og þegar það flettist nóg sundur í hrakningum eftir bryggjugólfinu gisna mátti greina að enn hreyfðist þetta of stóra andlit, og virtist mæla, meðan augun voru farin að spyrja. Og liðaðist fram á bryggjusporðinn og hélt áfram fram af honum þar sem djúpið beið. Hafflöturinn riðlaðist ekki við að taka á móti þessari mannfórn. 6 TMM 1994:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.