Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 11

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 11
Tómas R. Einarsson Að ná hljómi í djúpinu Viðtal við Thor Vilhjálmsson Að taka viðtal við Thor Vilhjálmsson getur reynst snúið ef spyrjandinn vill aðeins fá bein og vafningalaus svör við spurningum sínum. Thor svarar að sínum hætti, off í löngu máli með innskotssögum til skýringar og hefur stundum farið víða þegar hann klykkir út með formlegu svari. Það skipar hann enginn í hlutverk, hann er höfundurinn. Aldrei hefur ríkt lognmolla kringum manninn, enda er hann stundum vígfús og sýnist ekki öllum eitt um bækur hans. Hitt er þó tæpast umdeilanlegt að það hafa fáir skrifað glæsilegri íslensku á ofanverðri 20. öld. Hann hefur rakið endurminningar sínar í bókinni Raddir ígarðinum (1992) og sagt nokkuð af sjálfum sér í bók Matthíasar Viðars Sæmundssonar, Stríð ogsöngur (1985). Þetta samtal sner- ist hins vegar aðallega um stíl, íslenska sósíalista og bókmenntaumræðu á ýmsum tímum. — Strax ífyrstu bókinni þinni, Maðurinn er alltaf einn, hljómar nýr tónn í íslenskum prósa. Það virðist ekki vera íslenskt fólk og örlög þess sem er í brennipunkti, heldur frekar heimurinn og mannleg tilvist. Þróunin í íslenskri myndlist þess tíma virðist um sumt áþekk; yngsta kynslóðin róin á vit hins abstrakta og íslenskt landslag á undanhaldi. Var stíllinn þitt einkamál eða tengdur breyttri heimssýn ungra íslenskra listamanna? Ég hef alltaf rekist illa og aldrei gengið í takt og aldrei hugsað mér listsköpun sem hópgöngu, marséringar eða samhúrringar. Ég hef bara verið að reyna að finna form fýrir það sem leitaði á mig, eitthvað sem mér hentaði til þess að ná valdi á því sem stríddi á mig. Og mér fannst ég vera einfari ef þú setur þetta inn í þetta íslenska umhverfi okkar; mér fannst ég ekki vera í neinni flokksgöngu, heldur var ég bara að reyna að ráða við þann vanda sem ég þurfti að leysa. Ég hef alltaf átt góða vini meðal myndlistarmanna og á þessum tíma voru menn á svipuðum aldri og ég og heldur eldri að ryðja ýmsu frá sér sem hafði verið talið gott og gilt fram að því. En ég held að það hafi ekki truflað mína viðleitni neitt eða sveigt, — ég var nú einþykkur. TMM 1994:4 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.