Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 12
— En varþetta ekki, eftir á að hyggja, hluti afsvipaðri gerjun? Ég veit það ekki. í bókmenntunum komu líka fram þessi svonefndu atóm- skáld sem gerðu sína byltingu. Það var meiri samstaða meðal þeirra. Mér fannst ég vera einn í því sem ég var að gera og svo fór ég snemma út í lönd og var í miklu róti í París, sem þá var samþykkt heimsmiðja andans í þeim skilningi að þangað leituðu menn til þess að átta sig á veröldinni þar sem stormurinn geisaði af því að þeir treystu því að þangað bærist ómurinn af öllu því helsta sem væri að gerast í heiminum. Og svo við höldum okkur við landa okkar, þá kynntist ég Geir Kristjánssyni best, ég þekkti hann dálítið að heiman. Við höfðum gagn af því að tala saman og lásum stundum hvor fyrir annan á laugardagskvöldum. Ég hafði þá trú að Geir ætti eftir að gera mikið gagn í íslenskum bókmenntum. Hann var óskaplega vandvirkur og mér sveið það stundum hvað hann svarf alltaf af, í staðinn fyrir að rækta meira og láta það vaxa. Eftir tíu ár stóð eftir lítið kver, Stofnunin, ég hélt það yrði meira og sérstaklega í leikritsformi, maðurinn hafði svo miklar gáfur þótti mér. Mér fannst ég fmna til meiri samstöðu með honum en öðrum íslensk- um og við höfðum ekki síst gagn af því að vera saman vegna þess hvað við vorum ólíkir. En mér fannst ég vera einn að þessu sem ég var að gera og ég efast um að margir hafi haft trú á því. — Einhverjir þó? Já, og þá er fyrst að telja vini mína Hörð Ágústsson og Sigríði Magnúsdóttur. Þau voru afskaplega uppörvandi, ég las fyrir þau og þau spáðu vel fyrir mér. Og af því þú notaðir orðin nýr tónn, þá man ég eftir einu tilviki frá fyrstu árunum og þar koma við sögu góðir vinir sem ég átti, fjölhæft, skemmtilegt og gáfað fólk, Drífa Viðar og Skúli Thoroddsen. Ég er að fara frá París á leið norður á bóginn, ætlaði með lest til Kaupmannahafnar og reyna að komast með Gullfossi heim. Við erum á rölti, við Guðmundur Elíasson, sem hafði feikilega mikla hæfileika sem myndhöggvari. Guðmundur var að læra hjá Zadkine, sem hafði tröllatrú á honum, en hann var alltof vandvirkur og engin mynd stóðst hans gagnrýni, hann braut niður allt sem hann gerði, dómgrimmur. Við vorum á gangi alla nóttina, ég vissi ekki hvenær ég kæmist aftur til Parísar og það var svo mikilsvert að missa ekki af einu andartaki í þessu ofnæmi kveðjustundarinnar. Guðmundur fylgdi mér á brautarstöðina en Kaupmannahafnarferðirnar höfðu eitthvað raskast, það voru engar ferðir að morgni heldur þurfti að bíða síðdegis. Við héldum göngunni áfram og vorum alveg blankir báðir nema Guðmundur átti fyrir tveim banönum og tveim bjórum. Loks kvöddumst við á brautarpallinum. Ég fór upp í lestina og þar var mikið kerlingaval frá Danmörku. Þær voru allar að tala um ih hvad var detgodt vifik den afien derude, vifik saa nydeligt atspise og allt það. Ég var bara með einn banana í maganum eftir daginn og einn bjór svo ég fór 10 TMM 1994:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.